SamFestingurinn

SamFestingurinn 2019 fer fram dagana 22. - 23. mars í Laugardalshöll.

Hérna er hægt að nálgast veggspjaldið fyrir SamFestinginn 2019.

Föstudaginn 22. mars er ball frá 18.00-22.50 og laugardaginn 23. mars er Söngkeppni Samfés frá kl. 13.00-15.30 í beinni útsendingu á RÚV. 

SamFestingurinn er árleg hátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem SamFestingurinn er haldinn með því sniði að á föstudagskvöldi er ball og á laugardeginum Söngkeppni Samfés. Ungmennaráð Samfés, sem er skipað átján lýðræðislega kjörnum fulltrúum, hefur haft veg og vanda að dagskránni, og völdu þau plötusnúðana og hljómsveitirnar sem koma fram á SamFestingnum.

Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram á stóra sviðinu og syngja fyrir framan jafnaldra sína af landinu. Undankeppnir hafa farið fram í öllum landshlutum og þrjátíu atriði verið valin til þátttöku. Það má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar og söngkonur landsins komi fram á Söngkeppni Samfés.

 SamFestingurinn er án efa stærsti vímulausi viðburðinn af þessu tagi sem haldinn er á Íslandi. Í Laugardalshöllina mæta um 4.500 unglingar á aldrinum 13-16 ára (efstu bekkir grunnskólans) eða um 30% unglinga landsins, alls staðar að af landinu.

Reglur Samfés gilda á SamFestingnum.

  • 1 starfsmaður á 17 unglinga
  • Allir unglingar skulu koma og fara með rútu með sinni félagmiðstöð (enginn á eigin vegum).
  • Viðburðurinn er tóbaks, áfengis og vímuefnalaus.

 Allar upplýsingar um ballið og Söngkeppnina eru sendar á aðildarfélaga Samfés.

Facebook Twitter Google+ Pinterest
×

Log in