Stíll

Stíll

STÍLL

Stíll 2019 fer fram í íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 2. febrúar og er þemað í ár "90´s". Hér er hægt að nálgast veggspjaldið

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Keppnin hefur oftast farið fram í nóvember ár hvert, daginn eftir Rímnaflæði. Keppt hefur  verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur fyrir sambærilegri keppni í Kópavogi.

Markmið Stíls eru að:

Hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika. Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna. Einnig að unga fólkið komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.

Handbók Stíls

Við mælum með því að allir þátttakendur og starfsfólk félagsmiðstöðva lesi handbókina og kynni sér reglur keppninnar og upplýsingar um hönnunarmöppuna ofl. með því að smella hér.

Þema Stíls 2015 var Náttúra.

Félagsmiðstöðin Klakinn í Sjálandsskóla í Garðabæ sigraði hár-, förðunar- og fatahönnunarkeppnina. Félagsmiðstöðin 105 lenti í öðru sæti og í því þriðja lenti Garðalundur sem fékk einnig verðlaun fyrir bestu förðunina. Félagsmiðstöðin Vitinn fékk verðlaun fyrir bestu fantasíuförðunina, Fókus var verðlaunuð fyrir bestu hönnunarmöppuna og Þrykkjan fékk sérstök hvatninarverðlaun fyrir efnilega framsetningu. Hægt er sjá fleirri myndir á Facebook síðu Samfés.

 

Sækja viðhengi:

Facebook Twitter Google+ Pinterest
×

Log in