Upplýsingar og fundargögn.
Aðalfundur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi verður haldinn 27.-28. apríl í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14 (4. hæð), Akureyri. Fundurinn hefst kl.08.30 með skráningu. Gert er ráð fyrir því að kosið verði rafrænt í stjórn og því er nauðsynlegt að fundargestir hafi aðgang að tölvupósti sínum í tölvu eða snjallsíma til þess að geta tekið þátt í kosningunni.
Fundarkostnaður er 6.500.- kr. Innfalið í verði er kaffi, kvöld- og morgunmatur.
Dagskrá aðalfundar sækja hér
Ársreikningur Samfés 2016 sækja hér
Lagabreytingartillögur sækja hér
Dagskrá Samfés sækja hér
Umboð til stjórnarsetu sækja hér
Umboð til varastjórnarsetu sækja hér
Aðildarumsókn sækja hér
Borðtennis- og poolmót Samfés verður haldið laugardaginn 25. mars kl. 09:00-12:50. Upplýsingarnar um skráningu, reglur og allt sem viðkemur mótahaldi hefur verið sent á félagsmiðstöðvarar.
Skráningu keppenda í félagsmiðstöðvunum lýkur 21.mars. Hvaða félagsmiðstöð á Íslandi er best í borðtennis og pool? :)
DANSKEPPNI SAMFÉS er keppni á milli félagsmiðstöðva og er markmiðið að hvetja ungt fólk til þess að koma fram á þessum viðburði með sinn eigin dansstíl. Keppt verður í hópakeppni unglinga á aldrinum 13-16 ára (8.-10. bekkur). Keppendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að sýna opinberlega fullbúið dansatriði. Hér er átt við alla umgjörð dansatriðisins.
Sjá nánari upplýsingar undir Viðburðir - Danskeppni Samfés.
Hérna eru hægt að nálgast veggspjaldið:
PDF - Danskeppni Samfés 2017.
JPG - Danskeppni Samfés 2017.