Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn 2016

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn 2016

Fjölbreytt dagskrá verður í rúmlega 118 félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum víða um land sem unglingarnir hafa skipulagt.

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn verður haldinn hátíðlegur 2. nóvember og verða félagsmiðstöðvar og  ungmennahús um allt land opnar fyrir gesti og gangandi. Það eru Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, sem standa fyrir þessum degi en markmiðið er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina og ungmennahúsið í sínu nágrenni, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks.

Yfirskrift dagsins er „Framtíðin er núna“ og hvetur ungt fólk alla til að kíkja í heimsókn og kynna sér fjölbreytt, faglegt og skemmtilegt starf í félagsmiðstöðinni og ungmennahúsinu í sínu hverfi. Dagskráin er breytileg á milli staða en á það sameiginlegt að þar fær unglingamenningin að njóta sín. Víða verður boðið upp á skemmtiatriði, kaffi, kakó, vöfflur og annað meðlæti en sums staðar er veitingasala fjáröflun unglinganna vegna ferðalaga eða annarra verkefna. Allir eru velkomnir, sérstaklega foreldrar og „gamlir“ unglingar sem vilja rifja upp kynnin við gömlu félagsmiðstöðina og ungmennahúsið. Opnunartími félagsmiðstöðva og ungmennahúsa þennan dag er misjafn og gestum er bent á að líta við á heimasíðu og Facebook síðu sinnar félagsmiðstöðvar og ungmennahúss.

Láttu sjá þig :)

 

Facebook Twitter Google+ Pinterest

SamFestingnum 2020 AFLÝST

15-04-2020 Fréttir

Tilkynning 15. apríl, 2020.    Í ljósi aðstæðna var sú erfiða ákvörðun tekin að aflýsa SamFestingnum...

Skoða nánar

SAMFÉS - Tilkynning vegna COVID-19

03-03-2020 Fréttir

Það er samróma álit okkar allra hjá Samfés og ákvörðun stjórnar að sýna samfélagslega...

Skoða nánar

Rímnaflæði 2019

21-11-2019 Fréttir

Rímnaflæði í 20 ár. Þeir Davið Svanur Halldórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Afdrep Snæfellsbæ...

Skoða nánar

Við auglýsum eftir verkefnastjóra.

09-01-2019 Fréttir

Verkefnastjóri Samfés Laus er til umsóknar 60% staða verkefnastjóra Samfés. Við leitum að verkefnastjóra sem...

Skoða nánar

Söngkeppni Samfés 2018

30-03-2018 Fréttir

Félagsmiðstöðin Fönix úr Kópavogi sigraði Söngkeppni Samfés 2018 Aníta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix sigraði í...

Skoða nánar

Aðalfundur Samfés 2017

17-04-2017 Fréttir

  27.-28. apríl á Akureyri  Upplýsingar og fundargögn. Aðalfundur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi verður haldinn 27.-28...

Skoða nánar

Borðtennis- og poolmót Samfés 2017

15-03-2017 Fréttir

Borðtennis- og poolmót Samfés verður haldið laugardaginn 25. mars kl. 09:00-12:50. Upplýsingarnar um skráningu, reglur...

Skoða nánar

Danskeppni Samfés 2017

19-12-2016 Fréttir

  DANSKEPPNI SAMFÉS er keppni á milli félagsmiðstöðva og er markmiðið að hvetja ungt fólk...

Skoða nánar
×

Log in