Landsmót Samfés og Landsþing ungs fólks

Landsmót Samfés og Landsþing ungs fólks 2016.

Landsmót Samfés og Landsþing ungs fólks verður haldið í Kópavogi dagana 30.sept. – 02. okt. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins, þ.e. stjórnir unglingaráða eða aðrir unglingar sem félagsmiðstöðin kýs að senda fyrir sína hönd hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna. Hérna er hægt að sjá smiðjulistana A og B. Dagskráin fyrir Landsmót Samfés og Landþing ungs fólks er hér.

Dagskrá Landsmóts Samfés er tvíþætt. Annars vegar er unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best. Á Landsmóti fer fram kosning í ungmennaráð Samfés en ungmennaráð Samfés samanstendur af 18 lýðræðislega kosnum fulltrúum úr öllum landshlutum.

Markmið LANDSÞING UNGS FÓLKS

  •  -Að skapa vettvang og tækifæri fyrir ungt fólk að koma saman og ræða þau mál sem á þeim brenna.
  •  -Vekja athygli á málefnum þeirra út á við og styrkja rödd ungs fólks.
  •  -Vekja jákvæða umfjöllun um ungt fólk í fjölmiðlum.
  •  -Leggja línurnar í áherslum starfsárs ungmennaráðsins.
  •  -Skapa tengslanet ungs fólks til þess að vinna að sameiginlegum markmiðum.

Landsþing ungs fólks er haldið í kjölfar Landsmóts Samfés þar sem árlega koma saman yfir 350 unglingar alls staðar að af landinu til að skiptast á skoðunum, kynnast nýju fólki og læra eitthvað nýtt. Tilgangur Landsþings ungs fólks er að gefa unglingum tækifæri til að bera málefni sín á borð skv. hugmyndum um unglingalýðræði.

 

Facebook Twitter Google+ Pinterest

Garðalundur sigraði Söngkeppni Samfés 20…

29-05-2020 Fréttir

Félagsmiðstöðin Garðalundur sigraði söngkeppni Samfés 2020! Söngkeppnin fór fram með breytti sniði í ár í...

Skoða nánar

Samstarfsverkefni fær veglegan styrk

11-05-2020 Fréttir

Byggjum brú þvert á skólastig í þágu ungs fólks. Samstarfverkefni SAMFÉS, Kópavogsskóla (í samstarfi við...

Skoða nánar

Leggja til aukinn stuðning við börn og u…

29-04-2020 Fréttir

Sameiginleg yfirlýsing UNICEF á Íslandi, Bergsins Headspace, Ungmennahússins á Akureyri, Virkisins, SAMFÉS og ungmennaráðs...

Skoða nánar

SamFestingnum 2020 AFLÝST

15-04-2020 Fréttir

Tilkynning 15. apríl, 2020.    Í ljósi aðstæðna var sú erfiða ákvörðun tekin að aflýsa SamFestingnum...

Skoða nánar

SAMFÉS - Tilkynning vegna COVID-19

03-03-2020 Fréttir

Það er samróma álit okkar allra hjá Samfés og ákvörðun stjórnar að sýna samfélagslega...

Skoða nánar

Rímnaflæði 2019

21-11-2019 Fréttir

Rímnaflæði í 20 ár. Þeir Davið Svanur Halldórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Afdrep Snæfellsbæ...

Skoða nánar

Við auglýsum eftir verkefnastjóra.

09-01-2019 Fréttir

Verkefnastjóri Samfés Laus er til umsóknar 60% staða verkefnastjóra Samfés. Við leitum að verkefnastjóra sem...

Skoða nánar

Söngkeppni Samfés 2018

30-03-2018 Fréttir

Félagsmiðstöðin Fönix úr Kópavogi sigraði Söngkeppni Samfés 2018 Aníta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix sigraði í...

Skoða nánar
×

Log in