Landsmót Samfés og Landsþing ungs fólks

Landsmót Samfés og Landsþing ungs fólks 2016.

Landsmót Samfés og Landsþing ungs fólks verður haldið í Kópavogi dagana 30.sept. – 02. okt. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins, þ.e. stjórnir unglingaráða eða aðrir unglingar sem félagsmiðstöðin kýs að senda fyrir sína hönd hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna. Hérna er hægt að sjá smiðjulistana A og B. Dagskráin fyrir Landsmót Samfés og Landþing ungs fólks er hér.

Dagskrá Landsmóts Samfés er tvíþætt. Annars vegar er unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best. Á Landsmóti fer fram kosning í ungmennaráð Samfés en ungmennaráð Samfés samanstendur af 18 lýðræðislega kosnum fulltrúum úr öllum landshlutum.

Markmið LANDSÞING UNGS FÓLKS

  •  -Að skapa vettvang og tækifæri fyrir ungt fólk að koma saman og ræða þau mál sem á þeim brenna.
  •  -Vekja athygli á málefnum þeirra út á við og styrkja rödd ungs fólks.
  •  -Vekja jákvæða umfjöllun um ungt fólk í fjölmiðlum.
  •  -Leggja línurnar í áherslum starfsárs ungmennaráðsins.
  •  -Skapa tengslanet ungs fólks til þess að vinna að sameiginlegum markmiðum.

Landsþing ungs fólks er haldið í kjölfar Landsmóts Samfés þar sem árlega koma saman yfir 350 unglingar alls staðar að af landinu til að skiptast á skoðunum, kynnast nýju fólki og læra eitthvað nýtt. Tilgangur Landsþings ungs fólks er að gefa unglingum tækifæri til að bera málefni sín á borð skv. hugmyndum um unglingalýðræði.

 

Facebook Twitter Google+ Pinterest

Borðtennis- og poolmót Samfés 2017

15-03-2017 Fréttir

Borðtennis- og poolmót Samfés verður haldið laugardaginn 25. mars kl. 09:00-12:50. Upplýsingarnar um skráningu, reglur...

Skoða nánar

Danskeppni Samfés 2017

19-12-2016 Fréttir

  DANSKEPPNI SAMFÉS er keppni á milli félagsmiðstöðva og er markmiðið að hvetja ungt fólk...

Skoða nánar

Samfés-Con 2017

12-12-2016 Fréttir

Fræðslu- og mótanefnd Samfés kynnir Samfés-Con sem er nýr og spennandi viðburður fyrir starfsfólk...

Skoða nánar

Rímnaflæði 2016

30-11-2016 Fréttir

Til hamingju :) Sara Mjöll Stefánsdóttir úr Félagsmiðstöðin Laugó sigraði Rímnaflæði Samfés, rappkeppni félagsmiðstöðva. Sara rappaði lagið...

Skoða nánar

Rímnaflæði 2016

07-11-2016 Fréttir

Rímnaflæði 2016 fer fram í Miðbergi föstudagskvöldið 18. nóvember. Húsið opnar kl. 19.30 og...

Skoða nánar

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn…

31-10-2016 Fréttir

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn 2016 Fjölbreytt dagskrá verður í rúmlega 118 félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum víða um...

Skoða nánar

Ungmennaráð Samfés sendir ályktun til Me…

13-10-2016 Fréttir

Við hjá Samfés sköpum vettvang fyrir ungt fólk á Íslandi að koma skoðunum sínum...

Skoða nánar

Fulltrúar ungs fólks á Íslandi krefjast …

12-10-2016 Fréttir

Fulltrúar ungs fólks á Íslandi krefjast þess að stjórnvöld hlusti á þeirra raddir!Hátt í...

Skoða nánar
×

Log in