Ungmennaráð Samfés sendir ályktun til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Við hjá Samfés sköpum vettvang fyrir ungt fólk á Íslandi að koma skoðunum sínum á framfæri. Samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans eiga börn og ungmenni rétt á að láta skoðanir sínar í ljós og að réttmætt tillit sé tekið til þeirra við alla ákvarðanatöku stjórnvalda. Eftirfarandi er ályktun landsþings ungs fólks sem send var á Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Í kjölfar landsþings ungs fólks, sem haldið var í Kópavogi 2.október síðastliðinn, sendir Ungmennaráð Samfés út ályktun til Mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Ályktunin fjallar um brot stjórnvalda á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í tengslum við breytingar á skólakerfinu. Hátt í 400 ungmenni víðsvegar af landinu komu saman til þess að ræða þau mál sem á þeim brenna sem eru fjölmörg. Fyrir utan ályktunina var mikil umræða um réttindi ungmenna á vinnumarkaði, flóttafólk og réttindi þeirra, andleg heilsa ungmenna og sú þjónustan sem þau eiga að fá og vímuefnanotkun ungs fólks. 
Mikilvægt er að ráðamenn heyri í okkur og fái skilaboðin frá okkur. Við erum ekki fullorðnir í biðstöðu. Við erum hér og nú!

Landsþingið er hluti af verkefninu "Ungt fólk fyrir ungt fólk" sem Evrópa unga fólksins styrkir. Verkefninu er ætlað að efla ungt fólk í að koma skoðunum sínum á framfæri til ráðamanna.

Hérna er hægt að sjá ályktunina.

Facebook Twitter Google+ Pinterest

Garðalundur sigraði Söngkeppni Samfés 20…

29-05-2020 Fréttir

Félagsmiðstöðin Garðalundur sigraði söngkeppni Samfés 2020! Söngkeppnin fór fram með breytti sniði í ár í...

Skoða nánar

Samstarfsverkefni fær veglegan styrk

11-05-2020 Fréttir

Byggjum brú þvert á skólastig í þágu ungs fólks. Samstarfverkefni SAMFÉS, Kópavogsskóla (í samstarfi við...

Skoða nánar

Leggja til aukinn stuðning við börn og u…

29-04-2020 Fréttir

Sameiginleg yfirlýsing UNICEF á Íslandi, Bergsins Headspace, Ungmennahússins á Akureyri, Virkisins, SAMFÉS og ungmennaráðs...

Skoða nánar

SamFestingnum 2020 AFLÝST

15-04-2020 Fréttir

Tilkynning 15. apríl, 2020.    Í ljósi aðstæðna var sú erfiða ákvörðun tekin að aflýsa SamFestingnum...

Skoða nánar

SAMFÉS - Tilkynning vegna COVID-19

03-03-2020 Fréttir

Það er samróma álit okkar allra hjá Samfés og ákvörðun stjórnar að sýna samfélagslega...

Skoða nánar

Rímnaflæði 2019

21-11-2019 Fréttir

Rímnaflæði í 20 ár. Þeir Davið Svanur Halldórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Afdrep Snæfellsbæ...

Skoða nánar

Við auglýsum eftir verkefnastjóra.

09-01-2019 Fréttir

Verkefnastjóri Samfés Laus er til umsóknar 60% staða verkefnastjóra Samfés. Við leitum að verkefnastjóra sem...

Skoða nánar

Söngkeppni Samfés 2018

30-03-2018 Fréttir

Félagsmiðstöðin Fönix úr Kópavogi sigraði Söngkeppni Samfés 2018 Aníta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix sigraði í...

Skoða nánar
×

Log in