Ungmennaráð Samfés sendir ályktun til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Við hjá Samfés sköpum vettvang fyrir ungt fólk á Íslandi að koma skoðunum sínum á framfæri. Samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans eiga börn og ungmenni rétt á að láta skoðanir sínar í ljós og að réttmætt tillit sé tekið til þeirra við alla ákvarðanatöku stjórnvalda. Eftirfarandi er ályktun landsþings ungs fólks sem send var á Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Í kjölfar landsþings ungs fólks, sem haldið var í Kópavogi 2.október síðastliðinn, sendir Ungmennaráð Samfés út ályktun til Mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Ályktunin fjallar um brot stjórnvalda á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í tengslum við breytingar á skólakerfinu. Hátt í 400 ungmenni víðsvegar af landinu komu saman til þess að ræða þau mál sem á þeim brenna sem eru fjölmörg. Fyrir utan ályktunina var mikil umræða um réttindi ungmenna á vinnumarkaði, flóttafólk og réttindi þeirra, andleg heilsa ungmenna og sú þjónustan sem þau eiga að fá og vímuefnanotkun ungs fólks. 
Mikilvægt er að ráðamenn heyri í okkur og fái skilaboðin frá okkur. Við erum ekki fullorðnir í biðstöðu. Við erum hér og nú!

Landsþingið er hluti af verkefninu "Ungt fólk fyrir ungt fólk" sem Evrópa unga fólksins styrkir. Verkefninu er ætlað að efla ungt fólk í að koma skoðunum sínum á framfæri til ráðamanna.

Hérna er hægt að sjá ályktunina.

Facebook Twitter Google+ Pinterest

Borðtennis- og poolmót Samfés 2017

15-03-2017 Fréttir

Borðtennis- og poolmót Samfés verður haldið laugardaginn 25. mars kl. 09:00-12:50. Upplýsingarnar um skráningu, reglur...

Skoða nánar

Danskeppni Samfés 2017

19-12-2016 Fréttir

  DANSKEPPNI SAMFÉS er keppni á milli félagsmiðstöðva og er markmiðið að hvetja ungt fólk...

Skoða nánar

Samfés-Con 2017

12-12-2016 Fréttir

Fræðslu- og mótanefnd Samfés kynnir Samfés-Con sem er nýr og spennandi viðburður fyrir starfsfólk...

Skoða nánar

Rímnaflæði 2016

30-11-2016 Fréttir

Til hamingju :) Sara Mjöll Stefánsdóttir úr Félagsmiðstöðin Laugó sigraði Rímnaflæði Samfés, rappkeppni félagsmiðstöðva. Sara rappaði lagið...

Skoða nánar

Rímnaflæði 2016

07-11-2016 Fréttir

Rímnaflæði 2016 fer fram í Miðbergi föstudagskvöldið 18. nóvember. Húsið opnar kl. 19.30 og...

Skoða nánar

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn…

31-10-2016 Fréttir

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn 2016 Fjölbreytt dagskrá verður í rúmlega 118 félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum víða um...

Skoða nánar

Ungmennaráð Samfés sendir ályktun til Me…

13-10-2016 Fréttir

Við hjá Samfés sköpum vettvang fyrir ungt fólk á Íslandi að koma skoðunum sínum...

Skoða nánar

Fulltrúar ungs fólks á Íslandi krefjast …

12-10-2016 Fréttir

Fulltrúar ungs fólks á Íslandi krefjast þess að stjórnvöld hlusti á þeirra raddir!Hátt í...

Skoða nánar
×

Log in