Erlent samstarf

ECYC

Heimasíða ECYC er www.ecyc.org.  Skammstöfunin ECYC stendur fyrir European Confederation of Youth Clubs og þýðir Evrópusamtök félagsmiðstöðva.  Samtökin voru stofnuð 1976 og verða því 40 ára árið 2016.  Samfés gerðist meðlimur strax árið 1987 eða tveimur árum eftir stofnun Samfés.  Árið 2017 markar því 30 ára afmæli Samfés í samtökunum.  Markmiðið með stofnun ECYC var að: 

  o Stuðla að samvinnu milli landsamtaka félagsmiðstöðva í Evrópu
  o Auka alþjóðavitund ungs fólks
  o Stuðla að og standa fyrir ungmennaskiptum, námskeiðum og ráðstefnum
  o Hvetja ungt fólk til þátttöku á öllum sviðum samfélagsins

ECYC nýtur stuðning frá Evrópska Æskulýðssjóði Evrópuráðsins (Council of Europe) og Erasmus+ (Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins).

Innan ECYC eru meðlimirnir 19 samtök frá 18 löndum sem spanna Evrópu, frá Íslandi í norðri til Kýpur í suðri.  Má reikna með að yfir 1,2 milljónir ungmenna taki þátt í starfi félagamiðstöðvanna og verkefnum ECYC á ári hverju.  Öll þessi samtök eiga það sameiginlegt að vera landsamtök félagsmiðstöðva í viðkomandi landi.  Þannig eru einstaka félagsmiðstöðvar ekki aðilar að ECYC beint.  Fyrir félagsmiðstöðvar á Íslandi er Samfés aðili að ECYC.  Öll aðildarsamtökin eru sjálfstæð innan ECYC og með sjálfstæða stjórn og þess vegna er orðið Confederation notað í enska nafni samtakanna.

Helstu verkfæri ECYC til að vinna að markmiðum sínum eru námskeið og ráðstefnur fyrir ungt fólk, ungmennaskipti einstakra félagsmiðstöðva, starfsmannaskipti í félagsmiðstöðvum og samtökum.  Þróun æskulýðsstarfs t.d. í gegnum leiðtogaþjálfun, uppbygging nets milli meðlima um ákveðin málefni sem áhugi er á hverju sinni og stefnumótun í ákveðnum málaflokkum t.d. þátttöku í samfélaginu, æskulýðsstarf með stúlkum eða jafningjafræðsla.  Gífurleg reynsla og þekking verða eftir hjá einstaklingum sem sækja svona námskeið og nýtist án efa í starfi þegar heim er komið.  Það sem meira er að á þessum viðburðum myndast tengslanet við fólk allstaðar að úr Evrópu.  Uppúr þessu tengslaneti verða svo til ungmennaskiptin og samstarfsverkefnin sem eru eitt af aðalmarkmiðum ECYC.

ECYC hefur haft það að einu aðalmarkmiði sínu undanfarin ár að kynna og stuðla að áframhaldandi þróun á opnu æskulýðsstarfi (open youth work).  Tilgangur opins æskulýðsstarfs er að gefa ungu fólki tækifæri á að þroskast í gegnum reynslu sem kennir þeim að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi sem og að þroska þá sem einstaklinga.

Meðlimir ECYC
Aðilar innan ECYC eru 19 í dag á mismunandi stigum.  Þessi samtök eru listuð á heimasíðu samtakanna www.ecyc.org þar sem hægt er að nálgast heimilisföng, símanúmer, netföng og nöfn tengiliða sem hægt er að hafa samband við.

Stjórnskipan
Stjórn ECYC fer með málefni samtakanna á milli fastafunda.  Í stjórninni eru fimm fulltrúar tilnefndir af aðildarfélögum formaður, aðalritari, gjaldkeri og þrír varaformenn.  Skrifstofa ECYC er í Brussel í Belgíu og hýst af belgísku samtökunum FCJMP

Framkvæmdastjóri: Rares Craiut.
Verkefnastjóri: Andrea Casamenti

Fastafundir ECYC eru aðalfundir (general assembly) og forseta- og framkvæmdastjórafundir (chief executive and presidents meetings).  Fundirnir eru hýstir af aðildarsamtökum og því eru þeir á mismunandi stöðum hverju sinni.

Facebook Twitter Google+ Pinterest
×

Log in