Aðildarfélagar
Aðilar að Samfés geta þær félagsmiðstöðvar og ungmennahús orðið sem starfa skv. 1. gr. æskuýðslaga 70/2007 og bjóða upp á skipulagt og opið æskulýðs- og tómstundastarf skv. 3. gr laga Samfés. Í dag eru 119 aðildarfélagar að Samfés, 106 félagsmiðstöðvar og 13 ungmennahús. Listi yfir alla aðildarfélaga Samfés er neðar á síðunni.
Tilmæli til aðildarfélaga Samfés:
- Kröfur um reynslu eða menntun á sviði frítímans, a.m.k. hjá yfirmanni.
- Að það sé símenntunaráætlun í boði.
- Þegar félagsmiðstöð/ungmennahús er opin skal ávallt stefnt að því að hafa a.m.k. tvo starfsmenn á vakt hverju sinni.
- Allir starfsmenn félagsmiðstöðvar/ungmennahúss skulu vera með hreint sakarvottorð.
- Félagsmiðstöð/ungmennahús skal vera opin a.m.k. tvisvar í viku utan skólatíma yfir starfsárið.
- Ungmennalýðræði skal viðhaft og stefnt skal að því að í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum séu starfrækt unglingaráð eða annar sambærilegur lýðræðislegur vettvangur unglinga.
- Samvinna en samt sem áður skýr aðgreining skólastarfs og félagsmiðstöðva/ungmennahúsa.
- Starfað er eftir forvarnar- og uppeldismarkmiðum sem samrýmast markmiðum samtakanna
- Tekið er sérstakt mið af þörfum hinnar ófélagsbundnu æsku
- Jafnt aðgengi fyrir alla að félagmiðstöð/ungmennahúsi.
Tilgangur með tilmælum þessum er að efla frekar og auka gæði starfs í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum innan Samfés.