
Um Ungmennaráð Samfés
Eitt af mikilvægustu markmiðum Samfés er að halda úti og styðja við tvö öflug ungmennaráð samtakanna. Ráðin eru aldursskipt, fulltrúar Ungmennaráðs Samfés eru á aldrinum 13-16 ára og fulltrúar Ungmennaráðs ungmennahúsa Samfés eru á aldrinum 16-25 ára.
Ungmennaráð Samfés tók til starfa á Landsmóti Samfés 2006, eftir að tillaga um stofnun þess var samþykkt á aðalfundi fyrr á sama ári.
Kosningar í Ungmennaráð Samfés fara árlega fram á Landsmóti Samfés. Alls er kosið í 9 kjördæmum, þar sem 18 fulltrúar eru kosnir til tveggja ára og 9 fulltrúar til eins árs. Þannig eru fulltrúar ráðsins 27 talsins. Allir þátttakendur á Landsmóti hafa rétt til að bjóða sig fram í ungmennaráðið, þá hver fyrir sitt kjördæmi.
Starfsmenn Ungmennaráðs Samfés eru Guðmunda Bergsdóttir og Sölvi Andrason, aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Fókus.
Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés var stofnað formlega 16. mars 2019 af frumkvæði ungs fólks eftir Landsþing ungmennahúsa sem haldið var í Mosfellsbæ. Á stofnfundi ráðsins var tilgangur og markmið ráðsins rædd ákveðið hver tilgangur og helstu markmið væru.
Kosninga í ungmennaráðs ungmennahúsa Samfés munu fara fram á árlegu á Landsþing ungmennahúsa. Allir þátttakendur á landsþingi hafa rétt til að bjóða sig fram í ungmennaráðið, tveir fulltrúar verða kosnir frá hverju ungmennahúsi. Ungmennaráð Samfés starfar á landsvísu, þ.e. fulltrúar í ráðinu eru alls staðar að af landinu. Fulltrúar ráðsins eru á aldrinum 17-25 ára.
Starfsmaður Ungmennaráðs ungmennahúsa Samfés er Guðmunda Bergsdóttir, aðstoðarforstöðumaður tómstundahúsa Árborgar (félagsmiðstöðin Zelsíuz og ungmennahúsið Pakkhúsið).
Ungmennaráð Samfés og Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés
- Ungmennaráð Samfés funda um 10-14 sinnum á ári, ýmist á skrifstofu Samfés eða með rafrænu formi.
- Allur ferða- og fundarkostnaður fulltrúa ungmennaráða er greiddur af Samfés.
- Ungmennaráðin hafa tvo fulltrúa með fullan atkvæðisrétt á stjórnarfundum Samfés ásamt því að senda tvo fulltrúa á Aðalfund Samfés.
- Ungmennaráðin taka virkan þátt í verkefnum, viðburðum og ákvarðanatöku í málefnum samtakanna.
- Fulltrúar ungmennaráðanna taka þátt í vinnu- og starfshópum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, taka þátt í og sitja á ráðstefnur og fundi um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi og erlendis.
Tilgangur og markmið ungmennaráða Samfés er að:
- Efla þátttöku ungmenna í starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa.
- Tryggja virka þátttöku ungmenna í málefnum þeirra.
- Auka jafningjafræðslu.
- Tryggja að ungmenni öðlist rödd í samfélaginu.
- Ungmenni hafi tengiliði á landsvísu til þess að ræða málefni sem snúa að þeirra aldurshópi.
- Efla Evrópusamstarf við önnur ungmenni.
- Hafa áhrif á og vinna að viðburðum á vegum Samfés.
- Hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun.