Tilgangur og markmið

Markmið ungmennaráðs Samfés er að:

Halda á lofti jákvæðri umfjöllun um ungmenni

Hvernig gerum við það? Leita leiða við að komast að í fjölmiðlum. Senda út upplýsingar í gegnum heimasíðu og vefrit Samfés. Kynna starf Samfés og ungmennaráðsins fyrir öðrum. Búa til gagnagrunn um málefni ungs fólks þannig að ungmenni geti leitað í.

 • Að ungmenni komi að ákvarðanatöku samtakanna í öllum málum þeirra.
 • Að koma 2 – 3 ungmennum frá ungmennaráðinu inná samfés ráðið með fullorðnum. Við viljum vera með í ákvarðanatöku um þau mál sem snerta okkur.
 • Að gæta hagsmuna ungmenna í öllum málum s.s. umfjöllun, réttindamálum o.s.frv.
 • Að það sé ekki brotið á ungmennum varðandi réttindi þeirra og hagsmuni.
 • Að skapa grundvöll til þess að ungmenni geti komið saman og komið sínum skoðunum á framfæri.
 • Að halda landsþing og koma niðurstöðum áleiðis.
 • Að efla samfélagslega vitund annarra ungmenna og styðja þau til frekari þátttöku í lýðræðislegum ákvörðunum, bæði í þeirra heimabæ og á landsvísu.
 • Efla samband félagsmiðstöðva og krakkana sem nota það. Að fræða önnur ungmenni um hvernig þau geti tekið þátt í lýðræðislegu samfélagi. Ekki bara virkja krakkana heldur líka starfsmennnina.
 • Ber ábyrgð á að efla félagslíf sem höfðar til allra hópa.
 • Vera meðvituð um skoðanir annarra. Það hafa ekki allir sama smekk og þú.
 • Að ungmenni hafi áhrif á viðburði sem Samfés stendur fyrir og verði ráðgjafar við undirbúning þeirra viðburða.
 • Tilnefna fulltrúa ungmennaráðsins í vinnuhópa þeirra verkefna sem Samfés stendur fyrir.
 • Að koma að stefnumótun Samfés
 • Að vera ráðgjafar í stefnumótun til framtíðar. Framfylgja þeirri stefnu sem tekin verður.
Facebook Twitter Google+ Pinterest
×

Log in