Ungmennaráð

Samfés...

 

 

Um ungmennaráð Samfés

Tillaga um stofnun ungmennráð Samfés var samþykkt á aðalfundi Samfés í Ólafsvík 27. apríl 2006. Formlega tók ungmennaráðið til starfa eftir Landsmóti Samfés sem haldið var í Garðinum á suðurnesjum 2006. Ungmennaráð Samfés er lýðræðislega kjörið ráð ungmenna á aldrinum 13-16 ára (8. – 10. bekkur) alls staðar að af landinu.

Kosningar til ungmennaráðs Samfés fara fram árlega á Landsmóti Samfés. Alls er kosið í 9 kjördæmum tvo aðalmenn og einn til vara, alls 18 aðalmenn og 9 varamenn. Annar aðalmaðurinn er kosinn til 2ja ára en hinn til eins árs. Varamaður er kosinn til eins árs. Allir þátttakendur á landsmóti hafa rétt til að bjóða sig fram í ungmennaráðið, þá hver fyrir sitt kjördæmi. Taka skal fram hvort viðkomandi hafi áhuga á að bjóða sig fram til eins eða tveggja ára. Hver félagsmiðstöð hefur eitt atkvæði þar sem sett eru tvö nöfn á blað. Ráðlagt er að unglingarnir ráðfæri sig í sameiningu að undangengnum kjörfundi hvaða tveir aðilar fái atkvæði þeirrar félagsmiðstöðvar. Staðfesta þarf framboðið við upphaf landsmóts en kjörfundir eru á föstudagskvöldi. Ungmennaráð Samfés starfar á landsvísu, þ.e. fulltrúar í ráðinu eru alls staðar að af landinu.

 Annað sem vert er að vita

  • Ungmennaráðið fundar í Reykjavík 10-12 sinnum yfir veturinn. Ef aðalmaður kemst ekki á fundinn skal hann boða varamann fyrir sig.
  • Allur ferða- og fundarkostnaður ungmennaráðsins er greiddur af Samfés.
  • Ungmennaráð hefur tvo fulltrúa með fullan atkvæðisrétt á stjórnarfundum Samfés ásamt því að senda tvo fulltrúa á Aðalfund Samfés.
  • Ungmennaráð heldur utan um Landsþing Ungmennaráðs sem nú er haldið samhliða Landsmóti.
  • Ungmennaráð starfar í veitingasölu á Samfestingnum. Innkoman úr veitingasölunni er notuð til að starfrækja ungmennaráðið yfir vetrartímann. 
  • Ungmennaráð tekur virkan þátt í verkefnum og ákvarðanartöku í málefnum samtakanna.
  • Fulltrúar ungmennaráðs fá tækfifæri til þess að koma fram á og sitja á ráðstefnum og fundum um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi eða erlendis.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem snerta málefni ungmenna.
Facebook Twitter Google+ Pinterest
×

Log in