Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés
Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés var stofnað formlega 16. mars 2019 af frumkvæði ungs fólks eftir Landsþing ungmennahúsa sem haldið var í Mosfellsbæ. Á stofnfundi ráðsins var tilgangur og markmið ráðsins rædd ákveðið hver tilgangur og helstu markmið væru.
Kosninga í ungmennaráðs ungmennahúsa Samfés munu fara fram á árlegu á Landsþing ungmennahúsa. Allir þátttakendur á landsþingi hafa rétt til að bjóða sig fram í ungmennaráðið, tveir fulltrúar verða kosnir frá hverju ungmennahúsi. Ungmennaráð Samfés starfar á landsvísu, þ.e. fulltrúar í ráðinu eru alls staðar að af landinu. Fulltrúar ráðsins eru á aldrinum 17-25 ára.
Starfsmaður Ungmennaráðs ungmennahúsa Samfés er Guðmunda Bergsdóttir, aðstoðarforstöðumaður tómstundahúsa Árborgar (félagsmiðstöðin Zelsíus og ungmennahúsið Pakkhúsið).
Verkefni ungmennaráðsins:
- Ungmennaráðið fundar í 10-12 sinnum yfir veturinn.
- Allur ferða- og fundarkostnaður ungmennaráðsins er greiddur af Samfés.
- Ungmennaráð hefur tvo fulltrúa með fullan atkvæðisrétt á stjórnarfundum Samfés ásamt því að senda tvo fulltrúa á Aðalfund Samfés.
- Ungmennaráð heldur utan um Landsþing Ungmennahúsa.
- Ungmennaráð tekur virkan þátt í verkefnum og ákvarðanatöku í málefnum samtakanna.
- Fulltrúar ungmennaráðs fá tækifæri til þess að koma fram á og sitja á ráðstefnum og fundum um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi og erlendis.
- Önnur tilfallandi verkefni sem snerta málefni ungmenna.
Tilgangur og markmið ráðsins:
- Að halda koma að og halda utan um viðburði á vegum Samfés og Samfésplús.
- Að efla þátttöku ungmennahúsa í félagsstarfi.
- Passa upp á að rödd ungmenna heyrist í samfélaginu.
- Auka fræðslu sem skiptir máli hverju sinni.
- Efla samstarf og samtal beggja ungmennaráða Samfés.
- Passa að rödd ungmenna heyrist í samfélaginu og berist ráðamönnum.
- Skipuleggja og halda árlegt landsþing.
- Tryggja að fulltrúar frá öllum ungmennahúsum mæti á fundi UUS.
- Grípa til aðgerða í málefnum ungmennahús.
- Hvetja til stofnunar ungmennahúsa ef þau eru í sveitarfélaginu.