Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés

Ungmennaráð SamfésPlús var stofnað formlega 16. mars 2019 af frumkvæði ungs fólks eftir Landsþing ungmennahúsa sem haldið var í Mosfellsbæ. Á stofnfundi, sem haldin var í Ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði, komu saman fulltrúar ungmennahúsa  víðsvegar að af landinu til að ræða tilgang og helstu markmið ráðsins.

Fulltrúar ungmennahúsa geta boðið sig fram til setu í ungmennaráðinu á árlegu Landsþingi SamfésPlús. Öll ungmennahúsi á landinu eiga þáttökurétt á Landsþinginu og geta boðið tvo fulltrúa sína í Ungmennaráð SamfésPlús. Ungmennaráðið starfar á landsvísu og geta fulltrúar í ráðinu verið alls staðar að af landinu. Fulltrúar eru á aldrinum 17-25 ára.

Ungmennaráð SamfésPlús hittist 10-12 sinnum yfir veturinn og er allur ferða- og fundarkostnaður ungmennaráðsins greiddur af Samfés. Ungmennaráð hefur tvo fulltrúa með fullan tillögu og atkvæðisrétt á stjórnarfundum Samfés ásamt því að eiga tvo fulltrúa á Aðalfundi Samfés. Ungmennaráð SamfésPlús heldur utan um Landsþing SamfésPlús og tekur virkan þátt í verkefnum og ákvarðanatöku í málefnum samtakanna.

Fulltrúar ráðsins fá tækifæri til þess að koma fram og sitja á ráðstefnum og fundum um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi og erlendis.

Tilgangur og markmið

  • Að halda koma að og halda utan um viðburði á vegum Samfés og Samfésplús. 
  • Að efla þátttöku ungmennahúsa í félagsstarfi.
  • Passa upp á að rödd ungmenna heyrist í samfélaginu.
  • Auka fræðslu sem skiptir máli hverju sinni.
  • Efla samstarf og samtal beggja ungmennaráða Samfés.
  • Passa að rödd ungmenna heyrist í samfélaginu og berist ráðamönnum.
  • Skipuleggja og halda árlegt landsþing.
  • Tryggja að fulltrúar frá öllum ungmennahúsum mæti á fundi UUS.
  • Grípa til aðgerða í málefnum ungmennahús.
  • Hvetja til stofnunar ungmennahúsa ef þau eru í sveitarfélaginu.