Samfés
Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa
Framundan
Viðburðir og námskeið framundan
Hvað er að gerast hjá Samfés
Fréttir
Í þágu ungs fólks á Íslandi síðan 1985
Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru í desember 1985 og starfa í þágu ungs fólks um land allt.
Samfés vinnur að því að auka samskipti og samvinnu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landinu og stuðla að eflingu fagmenntunar starfsfólks á vettvangi með ráðstefnum, námskeiðum og viðburðum sem eru mikilvægur hluti símenntunar starfsfólks. Hlutverk samtakanna er einnig að koma á framfæri upplýsingum um starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og undirstrika mikilvægi þeirra í forvarnarstarfi og félagslegri mótun ungs fólks. Í starfi Samfés er lögð mikil áhersla á því að ungt fólk hafi tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og að rödd þeirra berist ráðamönnum. Með því að efla samstarf, samtal og halda úti lýðræðislega kjörnu ungmennaráði Samfés og Fulltrúaráði fyrir 16+, veitum við ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á umræðu, hugmyndir og löggjöf um æskulýðsmál á Íslandi og aukum þannig félags- og lýðræðislega þátttöku ungs fólks á Íslandi.
