Danskeppni Samfés
Danskeppni Samfés hófst árið 2017 að frumkvæði ungs fólks og hefur síðan þá slegið í gegn sem einn af árlegum viðburðum Samfés. Keppnin veitir ungu fólki á landsvísu einstakt tækifæri til að koma fram og taka þátt í skapandi viðburði.
Keppt er í tveimur aldursflokkum, 10–12 ára og 13–18 ára, og tveimur keppnisflokkum, einstaklings- og hópakeppni. Hópaatriði samanstanda af tveimur til sjö þátttakendum, en stærri hópar geta fengið undanþágu með leyfi. Öll atriði skulu vera frumsamin af þátttakendum sjálfum og skal hámarkslengd einstaklingsatriða vera 1:30 mínútur, en hámarkslengd hópaatriða 2:00 mínútur.
Skráning keppenda fer fram á mismunandi hátt eftir aldri. Keppendur á aldrinum 10–16 ára skrá sig í gegnum félagsmiðstöðvar og þarf starfsmaður félagsmiðstöðvar að fylgja þeim á keppnina. Keppendur sem eru 16 ára og eldri skrá sig í gegnum ungmennahús. Mikilvægt er að tónlistin (playback) fylgi með skráningu, annars telst skráningin ógild.
Hver félagsmiðstöð má skrá allt að fjögur atriði í keppnina, eitt hópaatriði og eitt einstaklingsatriði fyrir hvorn aldursflokk. Ungmennahúsum er heimilt að skrá tvö atriði, eitt hópaatriði og eitt einstaklingsatriði.
Mikið er lagt upp úr því að gera keppnina glæsilega og faglega í framkvæmd. Hún hefur notið mikilla vinsælda og hefur verið sýnd í beinu streymi hjá UngRúv, sem tryggir enn frekari útbreiðslu og þátttöku.
Reglur:
Aldur og aldursflokkar
Keppendur skulu vera á aldrinum 10-18 ára.
Keppt verður í tveimur aldursflokkum:
- 10-12 ára
- 13-18 ára
Keppnisflokkar
- Tveir keppnisflokkar eru í boði:
- Hópaatriði: Hópar með 2-7 þátttakendum (stærri hópar geta fengið undanþágu).
- Einstaklingsatriði
Kröfur fyrir atriði:
- Atriði skulu vera frumsamin af þátttakendum sjálfum.
- Hámarkslengd atriða:
- Einstaklingsatriði: 1:30 mínútur.
- Hópaatriði: 2:00 mínútur.
Skráning keppenda
- Keppendur á aldrinum 10-16 ára:
- Skráning fer fram í gegnum félagsmiðstöðvar.
- Starfsmaður félagsmiðstöðvar þarf að fylgja þátttakendum á keppnina.
- Keppendur á aldrinum 16 ára og eldri:
- Skráning fer fram í gegnum ungmennahús.
- Tónlist:
- Playback þarf að fylgja skráningu, annars telst hún ógild.
Fjöldi atriða frá hverri félagsmiðstöð:
- Hver félagsmiðstöð má skrá allt að fjögur atriði í keppnina:
- Eitt hópaatriði fyrir 10-12 ára.
- Eitt hópaatriði fyrir 13-16 ára.
- Eitt einstaklingsatriði fyrir 10-12 ára.
- Eitt einstaklingsatriði fyrir 13-16 ára.
Fjöldi atriða frá hverju ungmennahúsi:
- Hvert ungmennahús má skrá allt að tvö atriði í keppnina
- Eitt hópatriði
- Eitt einstaklingsatriði
Sigurvegarar Danskeppni Samfés 2024:
Einstaklingskeppni 13-16 ára
1.sæti Nikolas Eldrich Deiparine ( Félagsmiðstöðin Gleðibankinn )
2. sæti Ylfa Blöndal Egilsdóttir (Félagsmiðstöðin Garðalundur)
3. sæti Tinna Björg Jónsdóttir (Félagsmiðstöðin Arnardalur)
Einstaklingskeppni 10-12 ára
1. sæti Rafney Birna Guðmundsdóttir (Félagsmiðstöðin Laugó)
2. sæti Unnur H. Óskarsdóttir (Félagsmiðstöðin Laugó)
Hópakeppni 13-16 ára
1. sæti Thrice as nice: Elena, Indíana og Nikolas (Félagsmiðstöðin Spennustöðin, Félagsmiðstöðin Pegasus og Félagsmiðstöðin Gleðibankinn)
2.sæti Íris og Agnes (Félagsmiðstöðin Holtið og Félagsmiðstöðin Ársel)
3.sæti Powerpuff Girls: Kristín, Nína og Tinna (Félagsmiðstöðin Igló)
Hópakeppni 10-12 ára
1.sæti Snellurnar: Rafney og Þýri ( Félagsmiðstöðin Laugó og Hjallastefna)
2.sæti Get up: Ingibjörg, Ronja og Sigríður ( Félagsmiðstöðin Bústaðir og Félagsmiðstöðin Bólið)
3.sæti Chipmunks: Ísold og Kolbrún (Félagsmiðstöðin Vitinn)
Sigurvegarar Danskeppni Samfés 2023
Sigurvegarar Danskeppni Samfés 2022
Einstaklingskeppni 13-16 ára
Hera Marín S. Arnarsdóttir (Félagsmiðstöðin Hólmasel)
Einstaklingskeppni 10-12 ára
Ragnheiður Klara Róbertsdóttir (Félagsmiðstöðin Elítan)
Hópakeppni 13-16 ára
Hópurinn SÍSÍ, Silja Kolbrún Skúladóttir, Jórunn Björnsdóttir, Sólrún Glóð Jónsdóttir, Guðný Kristín Þrastardóttir, Aðalbjörg ósk Stefánsdóttir, Bryndís Björk Guðjónsdóttir (Félagsmiðstöðin Fjörheimar)
Hópakeppni 10-12 ára
Hópurinn Game of Survival, Rósa Kristín Einarsdóttir, Ísabella Waage, Álfrún Una Jóhannsdóttir (Félagsmiðstöðin Garðalundur/Hofstaðaskóli)
Sigurvegarar Danskeppni Samfés 2021.
Einstaklingskeppni 10-12 ára
1) Vanessa Dalila María Rúnarsdóttir – Félagsmiðstöðin Klakinn
Einstaklingskeppni 13 – 16 ára
1) Kristín Hallbera – Félagsmiðstöðin Bústaðir
Hópakeppni 10-12 ára
1) Sirkus clowns – Félagsmiðstöðin Garðlandur
Hópakeppni 13-16 ára
1) XTRA LARGE
Hópakeppni 16-18 ára
1) Super kids club juniors
Sigurvegarar Danskeppni Samfés 2020
Sigurvegarar Danskeppni Samfés 2019
Einstaklingskeppni 13-15 ára
Danshópurinn „Team of 7“ – Félagsmiðstöðin Buskinn
Hópakeppni 13-15 ára
Helena Ósk Halldórsdóttir – Félagsmiðstöðin Buskinn
Sigurvegarar danskeppni Samfés 2018
Einstaklingskeppni 13-15 ára
Jeff Mwangi – félagsmiðstöðin Garðalundur
Hópakeppni 13-15 ára
Fimman – Edda, Dagbjört, Bergdís, Viktor og Hekla – Félagsmiðstöðin Kjarninn