Árið 1991 var fyrsta Samfésballið haldið í Hinu Húsinu. Samfés var með þessum viðburði að mæta óskum unglinganna fyrir sameiginlega skemmtun allra félagsmiðstöðva. Frá 2001 hefur SamFestingurinn verið haldinn í Laugardalshöllinni þar sem aðrir staðir voru sprungnir vegna fjölda ungmenna. Síðustu ár hafa mætt um 4500 ungmenni, um 30% unglinga landsins, alls staðar að af landinu og fulltrúar 120 félagsmiðstöðva, ásamt 300-400 starfsmönnum.
SamFestingurinn samanstendur af nokkrum viðburðum. Á föstudeginum koma unglingar og starfsfólk í rútum í Laugardalshöll á risa ball þar sem stór bönd spila fyrir dansi í bland við unga tónlistarmenn úr félagsmiðstöðvum. Á laugardeginum fer Söngkeppni Samfés fram sem er einnig send út í beinni útsendingu á RÚV. Þar stíga á stokk mörg af efnilegustu söng- og tónlistarfólki landsins. Ungmennaráð Samfés sér alfarið um að setja upp dagskránna og velja þá plötusnúða og hljómsveitir sem koma fram á SamFestingnum.
Reglur
- 1 starfsmaður á 17 unglinga
- Allir unglingar skulu koma og fara með rútu með sinni félagmiðstöð (enginn á eigin vegum).
- Viðburðurinn er nikótín, áfengis og vímuefnalaus.
Allar upplýsingar um ballið og Söngkeppnina eru sendar á aðildarfélög Samfés.
