COVID-19 stoppaði ekki Rímnaflæði

}

11.12.2020

COVID-19 stoppaði ekki Rímnaflæði í ár! Fimm keppendur skráðu sig til leiks í Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins. Í stað þess að aflýsa keppninni vegna COVID, var ákveðið að færa hana á stafrænt form, líkt og var gert með Söngkeppni Samfés fyrr á árinu.  UngRÚV birti öll atriðin á sinni síðu og sá dómnefnd um að velja sigurvegarann. Auk þess bauðst fólki að kjósa Rappara unga fólksins, en var sú kosning einnig framkvæmd á netinu.  Það var Jónas Víkingur Árnason úr félagsmiðstöðinni 100og1 sem bar sigur úr bítum með lagið Svæðið Mitt. Rappari unga fólksins var hún Heiða Björk Halldórsdóttir úr félagsmiðstöðinni Buskanum með lagið Rækja, rækja.  Við óskum öllum keppendunum innilega til hamingju með atriðin sín og þökkum þeim sömuleiðis fyrir þátttökuna!  Hægt er að sjá öll atriðin hjá UngRÚV hér: https://www.ruv.is/ungruv/spila/rimnaflaedi-2020/31317/9al62h Hér má sjá frétt MBL