40 ára afmæli Samfés
Samfés fagnaði 40 ára afmæli með hátíð í Höfuðstöðinni
Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, fögnuðu 40 ára afmæli sínum þriðjudaginn 9. desember með veglegri afmælishátíð í Höfuðstöðinni.
Á hátíðinni var farið yfir sögu samtakanna og þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum til þess að gera æskulýðs- og forvarnarstarf að því öfluga starfi sem við þekkjum í dag. Heiðraðir voru frumkvöðlar og einstaklingar sem hafa mótað starfið í gegnum tíðina og skapað öruggan og styrkjandi vettvang fyrir ungmenni víðsvegar um landið.
Rímnaflæði 2025
Rímnaflæði, rappkeppni félagsmiðstöðva, fór fram föstudagskvöldið 21. nóvember í Fellahelli í Fellaskóla og var viðburðurinn vel sóttur með um 200 áhorfendum. Alls stigu sex atriði á svið og fluttu frumsamda tónlist og texta sem þau höfðu unnið af mikilli yfirvegun og sköpunargleði. Keppendur lögðu sig hart fram við að semja, móta og útfæra eigið efni og endurspeglaði keppnin það vel með fjölbreyttum og metnaðarfullum flutningi frá öllum þátttakendum. Rímnaflæði er mikilvægur vettvangur fyrir ungmenni til að tjá sig á eigin forsendum, koma hugmyndum sínum á framfæri og sýna styrk sinn í skapandi starfi.
Samfés Lan 16+
Samfés LAN 16+ – frábær stemning og flott framtak ungs fólks
Samfés LAN 16+ fór fram laugardaginn 8. nóvember í Ungmennahúsinu Molanum og tókst einstaklega vel. Fulltrúaráð Samfés tók að sér skipulagningu viðburðarins.
Félagsmiðstöðva og ungmennahúsavikan 2025
Félagsmiðstöðva og ungmennahúsavikan 2025 var haldin hátíðleg vikuna 13.-17. október.Þema vikunnar að þessu sinni var afmæli en Samfés á 40 ára afmæli 9. desember næstkomandi.
Landsmót Samfés 2025 - 35 ára afmæli
Í 35. sinn var Landsmót Samfés haldið, helgina 3.-5. október – og það á sama stað og fyrsta Landsmótið fór fram: á Blönduósi.Um 400 ungmenni komu saman ásamt um 100 starfsfólki og skapaðist ótrúlega skemmtileg og kraftmikil stemning alla helgina.
Starfsdagar Samfés 2025
Dagana 10.–11. september 2025 fóru fram Starfsdagar Samfés á Varmalandi þar sem saman komu stjórnendur og starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúsa víðsvegar að af landinu.
