Björgum jörðinni- Tölvuleikur hannaður af ungu fólki

Article Index

Í byrjun árs 2021 hóf Samfés samstarf við æskulýðssamtökin Nuorten Akatemia í Finnlandi og Fritidsforum í Svíþjóð með það að markmiði að virkja börn og ungmenni í að hanna tölvuleik sem myndi auka þekkingu barna og ungmenna á Norðurlöndunum um sjálfbæra þróun. Leikurinn snýst um sjálfbæru þróunarmarkmiðin (SDG) og beinist hann bæði að alþjóðlegum og staðbundnum málefnum.