Landsþing Ungmennahúsa Samfés+ (EN)

}

9.11.2020

Landsþing ungmennahúsa

Landsþing SamfésPlús er einn af árlegum viðburðum Samfés. Markmið landsþings Plússins er að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hittast, móta starfsemi ungmennahúsa landsins, skiptast á hugmyndum og efla samstarfið. Landsþingið er mikilvægur vettvangur ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks á Íslandi, hvernig hægt sé að bæta starfið og tryggja að öll ungmenna á aldrinum 16-25 ára hafi jafnan aðgang að ungmennahúsi í sinni heimabyggð.

Á Íslandi eru starfrækt um 12 ungmennahús sem hafa það hlutverk að veita ungu fólki, 16 ára og eldri, þjónustu, sinna athafnaþörf þess, bæði í menningu og listum, sem og að veita ráðgjöf og stuðning. 

Ungmennaráð SamfésPlús setur saman þétta og fjölbreytta dagskrá Landsþings SamfésPlús, í samstarfi við aðstandendur þingsins, og kemur að annarri skipulagningu og framkvæmd þess. Það er venjan að eitthvert ungmennahús/sveitarfélag bjóði fram aðstöðu til að halda þingið og hýsa þátttakendur á meðan Landsþingi stendur.

Landsþing hafa verið haldin árið:

2013 – Akranes

2014 – Selfoss

2015

2016

 2017 – Hólmavík

2018 – Akureyri

2019 – Mosfellsbær (Veggspjald hér)

2020 Akranes (Frestað vegna Covid)