MENNTUN FYRIR ALLA (EN)

}

23.9.2020

 

Menntun fyrir alla með áherslu á heimsmarkmið 4.7.

Í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni er sjónum beint að ungu fólki þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku og samtal við fulltrúa ungs fólks. Áhersla er lögð á heimsmarkmið 4.7 sem snýr að eflingu á þekkingu og færni tengdri sjálfbærri þróun. Markmið verkefnisins er að Norðurlönd verði í fararbroddi við innleiðingu á fjórða heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna með sérstaka áherslu á markmið 4.7 sem nær til allra skólastiga þannig að þjónusta og stuðningur við menntakerfi landanna verði í fremstu röð og að einstaklingar hafi tækifæri til fjölbreytts náms og starfa, án aðgreiningar. Leggja þarf grundvöll að virkri þátttöku á öllum skólastigum í lýðræðissamfélagi og veita börnum og ungmennum viðeigandi undirbúning og fjölbreytt tækifæri fyrir frekara nám og störf...ollheimsmarkmid

Í heimsmarkmiði 4.7 er kveðið á um að eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun til sjálfbærrar þróunar, sjálfbærum lífsstíl, mannréttindum, kynjajafnrétti, eflingu friðsamlegra samskipta án ofbeldis, heimsborgaravitund, viðurkenningu menningarlegrar fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.

Norræna ráðherranefndin – Norrænt samstarf.

Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í heiminum. Samstarfið nær til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og skiptir miklu í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Í norrænu samstarfi er unnið að því að styrkja stöðu Norðurlanda í sterkri Evrópu. Með norrænu samstarfi er unnið að því að efla norræna og svæðisbundna hagsmuni í alþjóðlegu umhverfi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest.Nordice 1024x683

Norræna ráðherranefndin.

Börn og ungmenni eru markhópar sem njóta forgangs hjá Norrænu ráðherranefndinni. Ráðherranefndin skilgreinir markhópinn sem öll börn og ungmenni á aldrinum 0–25 ára. Samkvæmt Barnasáttmála SÞ er þar átt við stúlkur, drengi og börn, sem samsama sig ekki neinu kyni og eru yngri en 18 ára, en einnig ungar konur, karla og transfólk undir 25 ára aldri.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Norræna Ráðherranefndin, Samfés, Háskóla Íslands og Menntamálastofnun.

Verkefnastjóri er Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés.