Í október ár hvert fer fram Landsmót Samfés þar sem ungmenni af landinu öllu koma saman til að miðla reynslu, vinna í smiðjum og kjósa í nýtt ungmennaráð Samfés.
Nú í ár þurfti því miður að aflýsa Landsmóti sökum COVID-19, en þó var mikilvægt að halda engu að síður uppi kosningum í ráðið.
Kosningarnar fóru því fram með stafrænum hætti í ár, bæði á Samfés Discord og á Zoom. Yfir 200 ungmenni og starfsmenn félagsmiðstöðva tóku þátt í dagskrá og kosningum og tókst allt einstaklega vel til.
Hér má einnig sjá hverjir skipa ungmennaráð Samfés 2020-2021: