Rímnaflæði í 20 ár.
Þeir Davið Svanur Halldórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Afdrep Snæfellsbæ sigruðu Rímnaflæði 2019, rappkeppni unga fólksins með laginu „Leiðinlegir dagar.
Í öðru sæti var Viktor Örn Hjálmarsson úr félagsmiðstöðinni Þruman með lagið „Ferillinn“ og í þriðja sæti lenti Sindri Sigurjónsson úr félagsmiðstöðinni Tvisturinn Hvolsvelli sem rappaði lagið „Hratt-Satt“. Það er gaman að nefna að í ár röppuðu allir keppendur á íslensku.
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Það var gífurleg stemmning í troðfullum Fellahelli í Fellaskóla.
Dómnefndina skipuðu Árni Matthíasson, Ragna Kjartansdóttir og Sölvi Blöndal.
Kynnir kvöldsins var Ragga Holm.