Fyrsti fundur í verkefninu Exploring Youth Work Education

}

8.2.2022

Síðasta fimmtudag fór af stað KA2 verkefnið “Exploring Youth Work Education” sem Samfés tekur þátt í.

Verkefnið fékk styrkveitingu árið 2020 en vegna COVID-19 hefur verkefnið fengið að setja á hakanum þar til nú.

Smá um verkefnið. Í maí 2017 setti Evrópuráðið fram sín fyrstu tilmæli um æskulýðsstarf (e. Youth Work). Tilmælin hvetja aðildarríki til að þróa og styrkja stefnu og starfshætti í æskulýðsstarfi. Í tilmælunum er sérstaklega vakin athygli á því að æskulýðsstarf þurfi hæfnimiðaða umgjörð um menntun og þjálfun starfsfólks á vettvangi æskulýðsmála (e. Competency based framework for the education and training of youth workers). Vegna þessa sótti Ungdom og Fritid (Noregi) um styrk til þess að þróa og móta hæfnimiðaða umgjörð um menntun og þjálfun starfsfólks á vettvangi æskulýðsmála. Þátttakendur í verkefninu bjóða upp á fjölbreytta sérfræðiþekkingu en voru þátttakendur ekki valdir að handahófi. Við á Íslandi erum svo heppin að hafa okkar eigin grunn- og framhaldsnám á háskólastigi sem sérhæfir sig í þar á meðal starfsemi æskulýðsmála, sem er Tómstunda- og félagsmálafræði. BOJA, í Austurríki hafa tekið þátt í að þróa og útbúa hæfnimiðaða umgjörð um menntun og þjálfun starfsfólks á vettvangi æskulýðsmála og hafa unnið hörðum höndum í að gæðameta þá þjálfun sem starfsfólk á vettvangi í Austurríki hafa aðgang að. Háskólinn í Gautaborg í Svíþjóð taka þátt í verkefninu með sína sérfræðiþekkingu á rannsóknaraðferðum á sviði æskulýðsmála og munu þau bera þungamiðju rannsókna sem þarf til að útbúa umgjörðina. Með því að taka þátt í verkefni eins og þessu vonumst við í Samfés að það geti stuðlað að frekari viðurkenningu á æskulýðsstarfi og óformlegu námi hér á landi og alþjóðlega.

Fundurinn stóð yfir í tvö daga, frá 3ja til 4ja febrúar. Ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldur þá hefði fundurinn verið haldinn hér á landi en þess í stað útbjó Samfés dagskrána fyrir rafrænan fund. Markmiðið með þessum fundi var að undirbúa næsta viðburð verkefnisins sem er vinnustofa haldin yfir 4ja daga tímabil á Íslandi og í Svíþjóð, ásamt því að kynnast faglegu æskulýðsstarfi hér á landi. Fengum við því afbragðs kynningar af vettvangi, mætti þar nefna Ágúst Arnar formann Félags Fagfólks í Frítimaþjónustu, Árni Guðmunds og Eygló Rúnars úr Tómstundafræðinni við Háskóla Íslands, þriðja árs vettvangsnemar úr fyrrnefndu námi, Holtið félagsmiðstöð og ungmennahúsið Hamarinn. Við frá Samfés þökkum þeim kærlega fyrir að taka sér tíma í að taka þátt í verkefninu.

Að lokum langar mig að setja út opið ákall til þeirra sem hafa áhuga á að taka þátt í fyrrnefndri vinnustofu sem haldin er á Íslandi frá 5-8. apríl. Markmiðið er að taka sneiðmynd af vettvangi, því fjölbreyttari sem reynslan er því betri! Endilega hafið samband í gegnum e-mail: elin@samfes.is með stuttu kynningarbréfi ef áhugi er á því að taka þátt.