S
Samfés og Ungdomsringen í Danmörku halda rafíþróttamót á netinu fyrir 13-25 ára ungmenni í félagmiðstöðvum og…
Samfés og Ungdomsringen í Danmörku halda rafíþróttamót á netinu fyrir 13-25 ára ungmenni í félagmiðstöðvum og ungmennahúsum á Íslandi og í Danmörku!
Föstudaginn 6. nóvember til laugardagsins 7. nóvember (klukkan 18-21 föstudag og 10-19 laugardag)
Taktu þátt í frábærri rafíþróttahelgi þar sem þú hittir fleiri ungmenni frá Íslandi og Danmörku skorar á þau í CS:GO og Fortnite. Þú getur bæði spilað æfingaleiki (casual) eða keppt um glæsileg verðlaun í keppnisleikjum (try hard). Keppt verður í CS: GO (2v2 og 5v5) og Fortnite (1v1 og 2v2).
Á mótinu verður forritið Discord notað og hægt verður að fylgjast með leikjum á streymi.
Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu, en hægt er að skrá sig sem lið, einstakling, eða einstakling í leit að liði.
Skráning fer fram í þinni félagsmiðstöð eða ungmennahúsi!