Söngkeppni Samfés 2018

}

30.3.2018

Félagsmiðstöðin Fönix úr Kópavogi sigraði Söngkeppni Samfés 2018

Aníta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix sigraði í Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Aníta sigraði hug og hjörtu allra í troðfullri Laugardalshöll þegar hún söng lagið Gangsta. Í öðru sæti lenti Benedikt Gylfason úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með lagið Listen. Í þriðja sæti var Elva Björk Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði með lagið Thinking out loud. Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði var valin bjartasta vonin og Emma Eyþórsdóttir flutti lagið Ég vil þig sem var valið besta frumsamda lag keppninnar. Í dómnefnd sátu Aron Hannes Emilsson, Dagur Sigurðsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir. Söngkeppni Samfés er hluti af SamFestingnum sem er stærsta unglingaskemmtun á Íslandi. Rúmlega 3000 áhorfendur lögðu leið sína í Laugardalshöll í dag en keppnin var einnig send út í beinni útsendingu á RÚV.