Tímamót í sögu Samfés

}

28.9.2021

Það voru mikilvæg kaflaskil í sögu Samfés þegar að mennta- og menningarmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið skrifuðu undir eins árs samning við landssamtökin sem mun tryggja virka og lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna um allt land í ákvörðunartöku.

Einnig er lögð áhersla á aukið samstarf, vitundarvakningu um geðheilbrigðismál barna og ungmenna sem og aðkomu og aðstoð í tengslum við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og ungmenna í tengslum við Barnvænt Íslandi.

Þessi tímamót eru svo sannarlega viðurkenning á starfi allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóginn, komið að stofnun og starfi samtakanna frá árinu 1985 og öflugu starfi starfsfólks allra 126 aðildarfélagar Samfés á landsvísu sem og samstarfsaðila.

Búið er að vinna að þessu samstarfi og samningi á undanförnum mánuðum, árum og áratugum og fögnum við því að hægt var loksins að taka skrefið til fulls.

Til hamingju SAMFÉS