Tvennir styrkir frá Menntamálaráðuneytinu

}

4.9.2020

A

Samfés hlaut í dag tvenna mikilvæga styrki frá Menntamálaráðuneytinu sem munu nýtast gríðarlega vel til að efla æskulýðsstarf á landsvísu.

Samfés hlaut í dag tvenna mikilvæga styrki frá Menntamálaráðuneytinu sem munu nýtast gríðarlega vel til að efla æskulýðsstarf á landsvísu. Einnig munu samtökin setja af stað sérstakt átaksverkefni í ljósi COVID á næstu dögum og hlökkum við mikið til að kynna það betur sem allra fyrst!

 

„Ungt fólk blómstrar í fjölbreyttu æskulýðsstarfi um land allt og þar fást ungmenni við spennandi og lærdómsrík verkefni. Æskulýðsstarf hefur ótvírætt forvarna- og menntunargildi og það er markmið okkar að tryggja jöfn tækifæri barna og ungmenna til þátttöku að slíku starfi. Ég bind vonir við að þessi viðbótarstuðningur sem við veitum inn í starfsemi æskulýðsfélaga nú muni gera þeim kleift að efla sitt mikilvæga starf á þessum krefjandi tímum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

 

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/04/50-milljonir-kr.-vidbotarstudningur-vid-starf-aeskulydsfelaga/