PLÚSINN (EN)

}

23.9.2020

PLÚSINN – Þekkingarmiðstöð ungs fólks.

Samfés eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Samfés stendur fyrir fjölda viðburða, fræðslu- og samstarfsverkefna á vettvangi fyrir unglinga og starfsfólk á landsvísu. Með SamfésPlús er verið að bæta við, auka sýnileika á mikilvægu starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, þjónustu og úrræðum fyrir ungt fólk og fagfólk á Íslandi.

Sérstök áhersla verður lögð á aldurshópinn 16-25 ára þar sem í byrjun flest verkefni Plússins fara fram á stafrænum vettvangi eins og t.d. hlaðvarpið Ungt fólk og hvað?, Sófinn netþættir, Samfés Discord sem stafrænn vettvangur þar sem fræðsla, kynningar og dagskrá fer fram.

í framtíðinni verður Plúsinn Þekkingarmiðstöð, staður þar sem ungt fólk getur komið og fengið upplýsingar, tekið þátt í fræðslu, námskeiðum og fengið ráðgjöf og þjónustu á einum stað.

Um Plúsinn

SamfésPlús er nýtt verkefni, markhópur verkefnisins er allt ungt fólk á Íslandi á aldrinum 10-25 ára. Plúsinn mun vera viðbót við það frábæra starf sem þegar er í gangi fyrir þennan aldurshóp með því að skapa tengingar milli aðila og auka sýnileika á starfi allra aðildarfélaga Samfés á landsvísu.

Með því að nýta okkur sérstöðu Samfés, sem landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ásamt breiðum hópi samstarfsaðila sem vinna með ungu fólki, verður Plúsinn miðstöð hugmynda og þekkingar og skapar þannig góðar aðstæður fyrir grasrótar- og faglegt starf.

Til að byrja með mun SamfésPlús vera að mestum hluta rafrænt, en verið er að skoða hentugt húsnæði þar sem starfsemi Plússins mun verða byggð upp ásamt samstarfsaðilum.

Plúsinn verður vettvangur óformlegs náms þar sem faglegri þekkingu er safnað saman og verkefni þróuð til að efla hæfileika og hæfni starfsfólks sem vinnur með ungu fólki. Staður þar sem aðildarfélagar Samfés, ungmennaráð og samstarfsaðilar, geta nýtt sér og haft aðgengi að.

Með Plúsinum er verið að bæta við og auka sýnileika á mikilvægu starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, þjónustu og úrræða fyrir ungt fólk og fagfólk á Íslandi.

Markmið Plússins

Að PLÚSINN verði þekkingarmiðstöð sem tengir ungt fólk í leit að aðstoð, fræðslu, stuðnings og félagslegra tengsla.

Að PLÚSINN verði þekkingarmiðstöð óformlegs náms þar sem faglegri þekkingu er safnað saman og verkefni þróuð til að efla hæfileika og hæfni starfsfólks sem vinnur með ungu fólki.

Að PLÚSINN verði þekkingarmiðstöð þar sem tenging getur orðið á milli þeirra sem starfa í skólum, félagsmiðstöðvum, ungmennahúsum, íþróttafélögum, frjálsum félagasamtökum og opinberum stofnunum.

Fyrir hverja er Plúsinn

  • Fyrir ungt fólk
  • Fyrir fagfólk sem starfar með ungu fólki
  • Vettvangur fyrir erlent samstarf
  • Fyrir unga frumkvöðla
  • Fyrir alla þá sem þyrstir í meira samtal og samstarf
  • Fyrir þá sem vilja þróa, halda eða sækja námskeið

Styrkir og Samstarfsaðilar

Verkefnið hefur nú þegar fengið styrki frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Samtökum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Komið er á samstarf við Bergið Headspace, Félags fagfólks í frítímaþjónustu, Rannís og verið er að vinna að samstarfi við fleiri aðila sem koma að starfi með ungu fólki.