Sofa
The sofa is a new and exciting episode where people from the scene come to the sofa chat about the various issues related to young people. The sofa is an episode and will be sent out once a week.
Þáttur 1
Viðmælendur fyrsta þáttarins eru þær Sólborg, stofnandi Instagram reikningsins Fávitar og Sigurþóra, framkvæmdastjóri BERGIÐ headspace. Sófinn er hluti af Samfésplús sem styrkt er af Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Þáttur 2
Viðmælendur í öðrum þætti af Sófanum eru Þorvaldur Guðjónsson, félagsmálafulltrúi í Tækniskólanum og Margrét Gaua Magnúsdóttir verkefnastýra í ungmennahúsinu Hamarinn í Hafnarfirði.
Þáttur 3
Sófinn er nýr og spennandi þáttur þar sem fólk af vettvangi kemur í sófa spjall um hin ýmsu málefni tengd ungu fólki. Viðmælendur í þessu þætti eru Katrín Guðjónsdóttir, Kristófer Jónsson og Eva Halldóra Guðmundsdóttir.
Þáttur 4
Árni Guðmundsson frá Háskóla Íslands og Gylfi Már Sigurðsson sagnfræðingur frá Hinu Húsinu kíktu í Sófann og ræddu sögu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa.
Þáttur 5
Ágúst Arnar Þráinsson og Íris Ósk Ingadóttir frá félagi fagfólks í frítstundaþjónustu mættu til okkar í Sófann.
Þáttur 6
Viðmælendur í sjötta þætti af Sófanum eru Ólafur Hrafn Steinarsson Director of Esports og influencer 1939 games, stjórnarformaður rafíþróttasamtaka Íslands og Arnar Hólm Einarsson yfirmaður rafíþróttamála hjá Crossfit XY/XY Esports og fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands.
Þáttur 7
Í Sófanum setjast niður og spjalla saman María Rut og Hrefna.
María Rut Kristinsdóttir sem heldur úti Hinseginleikanum sem er fræðsluvettvangur sem hófst á Snapchat, en þróaðist síðar yfir í vefþáttaseríu á Rúv núll og er nú haldið úti á Instagram, þar sem fólk fær að skyggnast inn í líf hinseginfólks hér á landi. Hrefna Þórarinsdóttir frá Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar sem er fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt.
Þáttur 8
Embla Líf frá ungmennahúsinu Mosanum Mosfellsbæ og Védís Ýr frá Hvíta húsinu Akranesi eru fulltrúi í ungmennaráði ungmennahúsa Samfés. Þær sjá um og halda úti hlaðvarpinu Ungt fólk og hvað?
Þáttur 9
Jakob Frímann Þorsteinsson, Aðjunkt og Eygló Rúnarsdóttir, Aðjunkt frá Háskóla Íslands, menntavísindasvið mættu til okkar í Sófann. Ræddu meðal annars um námið í tómstunda- og félagsmálafræði.
Þáttur 10
Fengum til okkar þrjá forstöðumenn í Sófann þeir voru, Torfi Guðbrandsson, forstöðumaður Jemen,
Steinar Már Unnarsson forstöðumaður Ekkó og Bjarki Sigurjónsson Kúlan allir starfandi í Kópavogi.