STÍLL

Stíll 2020 fór fram í íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 1. febrúar og var þemað í ár "DISNEY".

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Keppnin hefur oftast farið fram í nóvember ár hvert, daginn eftir Rímnaflæði. Keppt hefur  verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur fyrir sambærilegri keppni í Kópavogi. Þátttökugjald keppenda er 5000.- kr. á hóp. Frítt er inn á viðburðinn fyrir 16 ára og yngri.

Markmið Stíls eru að:

Hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika. Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna. Einnig að unga fólkið komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.

Handbók Stíls

Við mælum með því að allir þátttakendur og starfsfólk félagsmiðstöðva lesi handbókina og kynni sér reglur keppninnar og upplýsingar um hönnunarmöppuna ofl. með því að SMELLA HÉR. Athugið að handbókin var uppfærð í janúar 2021.

 STÍLL - Þema hvert ár.

2001 Töfrar í Digranesi
2002 Hafið
2003 Eldur
2004 Litir
2005 Rusl
2006 Móðir Jörð
2007 Íslensku þjóðsögurnar
2008 Framtíðin í Smáranum
2009 Endurvinnsla í Vetrargarðinum
2010 Tilfinningar í Vetrargarðinum
2011 Ævintýri í Ýmishúsinu
2012 Framtíðin í Hörpu
2013 Fortíðin í Hörpu
2014 Tækni í Hörpu
2015 Náttúra
2017 Gyðjur og goð
2018 Drag
2019 90´s
2020 Disney

 

Úrslit Stíls fyrri ára:

2019

1. sæti: 101, Reykjavík

51227951 2034127143372849 5181614469070979072 o

 

2015

1. sæti: Klakinn í Sjálandsskóla í Garðabæ
2. sæti: 105, Reykjavík
3. sæti: Garðalundur

Best skipulagða mappan: Fókus
Besta förðunin: Garðalundur
Besta fantasíuförðunin: Vitinn, Hafnarfirði
Hvatningarverðlaun: Þrykkjan

 

 2013
1. sæti: Mosinn úr Hafnarfirði
2. sæti: Aldan úr Hafnarfirði
3. sæti: Hellirinn frá Hellu.

Best skipulagða mappan: Troja frá Akureyri
Besta förðunin: Skjalftaskól frá Hveragerði
Besta hárið: Vitinn Hafnarfirði.