Stíll hönnunarkeppni

}

1.3.2023

Stíll

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés. Keppnin hefur oftast farið fram í nóvember ár hvert. Keppt hefur verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000.

Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og virkja sköpunarhæfileikana. Keppnin vekur jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar, gefur þeim kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri og sýna afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu hópsins. Margir grunnskólar landins bjóða upp á Stíls valáfanga fyrir nemendur sína þar sem þeim býðst að vinna saman að hönnun sinni á skólatíma í samstarfi við félagsmiðstöð í heimabyggð.

Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að hóparnir, skipaðir 2-4 unglingum sem flest hafa tekið þátt í undankeppnum í sínum landshluta, fá tvær klukkustundir til þess að undirbúa módelið sitt fyrir sýninguna. Hóparnir skila einnig hönnunar möppu, sem útskýrir hugmyndina á bakvið hönnunina, með teikningum, efnisprufum, kostnaðarupplýsingum og ljósmyndum af flík, hári og förðun. Keppendur leggja mjög mikinn metnað í verkefnið og eru búningar hannaðir af hópunum fyrirfram í félagsmiðstöðvunum eða sem valáfangi í grunnskólum landsins.

Handbók Stíls

Við mælum með því að allir þátttakendur og starfsfólk félagsmiðstöðva lesi handbókina og kynni sér reglur keppninnar og upplýsingar um hönnunarmöppuna ofl. með því að SMELLA HÉR.

Athugið að handbókin var uppfærð í janúar 2021.

Þemu síðustu ár:
2001 Töfrar í Digranesi
2002 Hafið
2003 Eldur
2004 Litir
2005 Rusl
2006 Móðir Jörð
2007 Íslensku þjóðsögurnar
2008 Framtíðin í Smáranum
2009 Endurvinnsla í Vetrargarðinum
2010 Tilfinningar í Vetrargarðinum
2011 Ævintýri í Ýmishúsinu
2012 Framtíðin í Hörpu
2013 Fortíðin í Hörpu
2014 Tækni í Hörpu
2015 Náttúra
2017 Gyðjur og goð
2018 Drag
2019 90´s
2020 Disney
2021
2022 Gull og Glamúr
2023 Steampunk

 

Úrslit Stíls fyrri ára:

2019

1. sæti: 101, Reykjavík

2015

1. sæti: Klakinn í Sjálandsskóla í Garðabæ
2. sæti: 105, Reykjavík
3. sæti: Garðalundur

Best skipulagða mappan: Fókus
Besta förðunin: Garðalundur
Besta fantasíuförðunin: Vitinn, Hafnarfirði
Hvatningarverðlaun: Þrykkjan

2013

1. sæti: Mosinn úr Hafnarfirði
2. sæti: Aldan úr Hafnarfirði
3. sæti: Hellirinn frá Hellu.

Best skipulagða mappan: Troja frá Akureyri
Besta förðunin: Skjalftaskól frá Hveragerði
Besta hárið: Vitinn Hafnarfirði.