Ungmennaráð Samfés

}

21.5.2021

Helgina 14.-16.maí fundaði ungmennaráð Samfés

Helgina 14.-16.maí fundaði ungmennaráð Samfés í félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti. Alls mættu 17 unglingar alls staðar af landinu. Byrjaði fundurinn á góðu hópefli og var síðan farið yfir samfélagsmiðla og sýnileika ráðsins. Ungmennaráðið undirbjó gjafaleik fyrir instagramsíðu Samfés. Einnig var tekin ákvörðun um að gera stutt myndbrot um fundinn til þess að sýna hvernig fundir eru hjá ungmennaráðinu. Föstudagskvöldið var klárað með léttri hópavinnu. Á laugardeginum var byrjað snemma og fundað með þeim aðilum sem að koma að Velkomin verkefninu sem er samstarfsverkefni, SAMFÉS, Kópavogsskóla (í samstarfi við félagsmiðstöðina Kjarnann), Álfhólsskóla og Menntaskólans í Kópavogi. Ungmennaráðið fékk kynningu á verkefninu, framgangi og hvert hlutverk ráðsins er fyrir framhaldið. Eftir hádegi var ráðinu skipt í hópa og unnu þau að hugmyndum um aðkomu ráðsins í Velkominn verkefninu. Seinni partinn var ferðinni heitið í Smáralind þar sem að ráðið fór í lazer tag hjá Smárabíó. Hópurinn skemmti sér konunglega og endaði dagurinn á pizzaveislu. Á sunnudeginum var farið yfir framhaldið hjá ungmennaráðinu og þau verkefni sem að ráðið vill leggja áherslu á.