Aðildarfélagar

}

15.12.2020

Aðildarfélagar

Aðilar að Samfés geta þær félagsmiðstöðvar og ungmennahús orðið sem starfa skv. 1.  gr. æskulýðslög 70/2007 og bjóða upp á skipulagt og opið æskulýðs- og tómstundastarf skv. 3. gr laga Samfés. Í dag eru 125 aðildarfélagar að Samfés.

 

Félagsmiðstöðvar

Kröfur um reynslu eða menntun á sviði frítímans, a.m.k. hjá yfirmanni.

Að það sé símenntunaráætlun í boði.

Þegar félagsmiðstöð er opin skal ávallt stefnt að því að hafa a.m.k. tvo starfsmenn á vakt hverju sinni.

Passa skal upp á að samningar og tryggingar séu til staðar og að starfsmaður sé með ráðningarsamning.

Allir starfsmenn félagsmiðstöðvar sem og aðrir sem að starfseminni koma skulu vera með hreint sakavottorð.

Félagsmiðstöð skal vera opin a.m.k. tvisvar í viku utan skólatíma yfir starfsárið.

Unglingalýðræði skal viðhaft og stefnt skal að því að í félagsmiðstöðvum séu starfrækt unglingaráð eða annar sambærilegur lýðræðislegur vettvangur unglinga.

Samvinna en samt sem áður skýr aðgreining skólastarfs og félagsmiðstöðva.

Starfað er eftir forvarnar- og uppeldismarkmiðum sem samræmast markmiðum samtakanna.

Jafnt aðgengi fyrir alla að félagsmiðstöð.

 

Ungmennahús og önnur starfsemi 16+

Kröfur um reynslu eða menntun á sviði frítímans, a.m.k. hjá yfirmanni.

Að það sé símenntunaráætlun í boði og tryggja skal fræðslu og þjálfun þeirra starfsmanna/sjálfboðaliða sem að starfinu koma.

Þegar ungmennahús er opin skal ávallt stefnt að því að hafa starfsmann/ og eða sjálfboðaliða á vakt hverju sinni.

Passa skal upp á að samningar og tryggingar séu til staðar og að starfsmaður sé með ráðningarsamning.

Allir starfsmenn sem og aðrir sem að starfseminni koma skulu vera með hreint sakavottorð.

Ungmennahús skal vera opin a.m.k. tvisvar í viku utan skólatíma yfir starfsárið.

Ungmennalýðræði skal viðhaft og stefnt skal að því að í  ungmennahúsum séu starfrækt ungmennaráð eða annar sambærilegur lýðræðislegur vettvangur ungmenna.

Samvinna en samt sem áður skýr aðgreining skólastarfs og ungmennahúsa.

Starfað er eftir forvarnar- og uppeldismarkmiðum sem samræmast markmiðum samtakanna.

Jafnt aðgengi fyrir alla að ungmennahúsi.

 

Tilgangur með tilmælum þessum er að efla frekar og auka gæði starfs í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum innan Samfés.