Aðildarfélagar

}

15.12.2020

Aðildarfélagar

Aðilar að Samfés geta þær félagsmiðstöðvar og ungmennahús orðið sem starfa skv. 1.  gr. æskulýðslög 70/2007 og bjóða upp á skipulagt og opið æskulýðs- og tómstundastarf skv. 3. gr laga Samfés. Í dag eru 133 aðildarfélagar að Samfés.

 

Félagsmiðstöðvar

– Kröfur um reynslu eða menntun á sviði frítímans, a.m.k. hjá yfirmanni.
– Að það sé símenntunaráætlun í boði.
– Þegar félagsmiðstöð er opin skal ávallt stefnt að því að hafa a.m.k. tvo starfsmenn á vakt hverju sinni.
– Passa skal upp á að samningar og tryggingar séu til staðar og að starfsmaður sé með ráðningarsamning.
– Allir starfsmenn félagsmiðstöðvar sem og aðrir sem að starfseminni koma skulu vera með hreint sakavottorð.
– Félagsmiðstöð skal vera opin a.m.k. tvisvar í viku utan skólatíma yfir starfsárið.
– Unglingalýðræði skal viðhaft og stefnt skal að því að í félagsmiðstöðvum séu starfrækt unglingaráð eða annar sambærilegur lýðræðislegur vettvangur unglinga.
– Samvinna en samt sem áður skýr aðgreining skólastarfs og félagsmiðstöðva.
– Starfað er eftir forvarnar- og uppeldismarkmiðum sem samræmast markmiðum samtakanna.
– Jafnt aðgengi fyrir alla að félagsmiðstöð.

 

Ungmennahús og önnur starfsemi 16+

– Kröfur um reynslu eða menntun á sviði frítímans, a.m.k. hjá yfirmanni.
– Að það sé símenntunaráætlun í boði og tryggja skal fræðslu og þjálfun þeirra starfsmanna/sjálfboðaliða sem að starfinu koma.
– Þegar ungmennahús er opin skal ávallt stefnt að því að hafa starfsmann/ og eða sjálfboðaliða á vakt hverju sinni.
– Passa skal upp á að samningar og tryggingar séu til staðar og að starfsmaður sé með ráðningarsamning.
– Allir starfsmenn sem og aðrir sem að starfseminni koma skulu vera með hreint sakavottorð.
– Ungmennahús skal vera opin a.m.k. tvisvar í viku utan skólatíma yfir starfsárið.
– Ungmennalýðræði skal viðhaft og stefnt skal að því að í  ungmennahúsum séu starfrækt ungmennaráð eða annar sambærilegur lýðræðislegur vettvangur ungmenna.
– Samvinna en samt sem áður skýr aðgreining skólastarfs og ungmennahúsa.
– Starfað er eftir forvarnar- og uppeldismarkmiðum sem samræmast markmiðum samtakanna.
– Jafnt aðgengi fyrir alla að ungmennahúsi.

 

Tilgangur með tilmælum þessum er að efla frekar og auka gæði starfs í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum innan Samfés.

Aðildafélagar Samfés

Félagsmiðstöðvar

105
301
100og1
Afdrep
Aldan
Arnardalur
Ársel
Ásinn
Askja
Atom – Neskaupstað
Bakkinn
Beisið
Bólið
Boran
Buskinn
Bústaðir
Dallas
Dimma
Dimmuborgir
Djúpið
Drekinn
Eden
Ekkó
Eldingin
Elítan
Félagsmiðstöðin í Skýjunum
Fellið
Fjörgyn
Fjörheimar
Flógyn
Fókus
Fönix
Friður
Frosti
Garðahraun
Garðalundur
Gleðibankinn
Gryfjan
Hellirinn , Hellu
Hellirinn, Fáskrúðsfirði
Hellirinn, Rvk
Himnaríki
Hinsegin Félagsmiðstöð
Hofið
Höfuðborgin
Höllin
Hólmasel
Holtið
Hósíló
Hrafninn
Hraunið
Hreysið
Hundrað&ellefu
Hyldýpið
Igló
Jemen
Kelikompan
Kjarninn
Klakinn
Klaustrið
Knellan – Eskifjörður
Kotasæla
Kotið
Kúlan
Laugó
Lindin
Mosinn, HFJ
Naustaskjól
Neon
Núið
Nýung
Óðal
Órion
OZ
Ozon
Pegasus
Plútó
Prízund – Breiðdalsvík
Rauðgerði
Selið
Setrið
Sigyn
Skarðið
Skjálfandi
Skjálftaskjól
Skjólið
Skrefið
Skýjaborg
Stjörnuríki
Stöðin – Stöðvafirði
Svartholið
Svítan
Títan
Tjarnó
Tónabær
Tópaz
Trója
Tún
Tunglið
Tvisturinn
Úlfurinn
Undirheimar, Akureyri
Undirheimar, Skagaströnd
Urri
Valhöll
Verið
Vest-end
Vígyn
Vitinn
X-ið
Zelsíus
Zero
Zetor (borg)
Zion
Zone
Zveskjan – Reyðarfjörður
Þeba
Þróttheimar
Þruman
Þrykkjan

Ungmennahús

88 Húsið
Fjósið
Hamarinn
Hitt húsið
Hús frítímans
Hvíta húsið
Molinn
Mosinn, Mosfellsbæ
Pakkhúsið
Skelin
Tún ungmennahús
Ungmenna-Húsið
Vegahúsið