Danskeppni Samfés
Árið 2017 var ákveðið, af frumkvæði og ósk ungs fólks, að fara af stað með Danskeppni Samfés sem hefur svo sannarlega slegið í gegn. Keppnin er nú orðin ein af árlegum viðburðum samtakanna sem veitir ungu fólki á landsvísu tækifæri til að koma fram og taka þátt.
Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk á landsvísu til þess að æfa dans, gefa ungu fólki tækifæri til að koma fram og sýna sinn eigin dansstíl. Keppendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að sýna opinberlega fullbúið dansatriði ásamt allri umgjörð í kringum atriðið. Keppt er í einstaklings- og hópakeppni í aldursskiptum flokkum á aldrinum 10-18 ára.
Mikið er lagt upp úr því að gera umgjörð keppninnar sem glæsilegasta og hefur keppnin verið í beinu streymi hjá UngRúv.
Upptaka frá beinni útsendingu danskeppnar Samfés 2021.
2021









