Lög Samfés

}

13.10.2020

Lög Samfés

Lög Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.
Uppfært apríl 2023

Lög Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi

 1. gr.

Heiti landssamtaka félagsmiðstöðva á Íslandi er Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Samtökin eru frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Varnarþing samtakanna er í Reykjavík.

Á ensku heita samtökin Samfés – Youth Work Iceland.

2.gr.

Samtökin eru landssamtök. Aðalmarkmið þeirra er að stuðla að aukinni félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi sbr. 1. grein æskulýðslaga nr. 70/2007.

Það er gert með því að:

 • Auka samskipti og samvinnu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og efna til verkefna á innlendum og erlendum vettvangi.
 • Efla fagþekkingu starfsfólks á vettvangi frítímans með ráðstefnum og námskeiðum.
 • Koma á framfæri upplýsingum um starf félagsmiðstöðva og undirstrika vægi þeirra í nútíma samfélagi.
 • Vera leiðandi í umræðu um hugmyndir og löggjöf er varða æskulýðsmál á Íslandi.
 • Halda úti og styðja við öflugt ungmennaráð.
 • Taka þátt í samstarfsverkefnum sem stuðla að forvörnum og uppeldislegum gildum.
 1. gr

Aðilar að Samfés geta þær félagsmiðstöðvar og ungmennahús orðið sem bjóða upp á skipulagt og opið æskulýðs- og tómstundastarf:

 • Öllum er heimil þátttaka án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra.
 • Þar sem starfsemin byggist á lýðræðislegum vinnubrögðum Þar sem starfað er eftir skilgreindum uppeldismarkmiðum
 • Þar sem starfað er eftir forvarnamarkmiðum sem samrýmast markmiðum samtakanna
 • Þar sem tekið er sérstakt mið af þörfum hinnar ófélagsbundnu æsku

Aðild að samtökunum fellur sjálfkrafa úr gildi;

 • sæki fulltrúi aðildarfélags ekki að lágmarki þriðja hvern aðalfund.
 • hafi aðildarfélag ekki greitt aðildargjald ári eftir eindaga reiknings.
 • Aðildarfélögum í vanskilum við samtökin er óheimil þátttaka í starfsemi þeirra.
 1. gr

Rétt til setu á aðalfundi á starfsfólk í virku ráðningarsambandi við aðildarfélaga,hafi þau greitt árgjald og séu skuldlaus við samtökin á síðasta reikningsári. Starfsfólk aðildarfélaga hafa saman eitt atkvæði er til atkvæðagreiðslu kemur og geta ekki kosiðí umboði annars aðildarfélags.

Auk þess hafa fulltrúar ungmennaráða Samfés, þ.e. Ungmennaráð Samfés og Fulltrúaráð Samfés+, rétt til fundarsetu og fær hvort ráð eitt atkvæði er til atkvæðagreiðslu kemur.

Þá geta fulltrúar skrifstofa æskulýðs- og tómstundamála verið áheyrnarfulltrúar á aðalfundi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

 1. gr

Lögum þessum skal aðeins breytt á aðalfundi samtakanna. Tillögur um breytingar á lögum samtakanna og umsóknir um aðild þurfa að berast stjórn a.m.k. 15 dögum fyrir aðalfund. Stjórn samtakanna skal kynna umsóknir um aðild og tillögur að lagabreytingum til aðila að samtökunum að minnsta kosti viku fyrir aðalfund. Við lagabreytingar þarf að minnsta kosti 3/5 greiddra atkvæða fundarmanna til þess að breyting sé löglega samþykkt. Lög þessi öðlast þegar gildi.

 1. gr

Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í málefnum Samfés. Aðalfund skal halda fyrir lok apríl ár hvert. Aukafundi svo oft sem þurfa þykir. Til funda skal boða með í það minnsta

30 daga fyrirvara og dagskrá kynnt. Reikningsár samtakanna er almanaksárið. Árgjald skal ákveða á hverjum aðalfundi og skal eindagi þess vera 15. september ár hvert, í upphafi hvers starfsárs.

 1. Dagskrá aðalfundar
 2. Skýrsla stjórnar og nefnda.
 3. Ársreikningar samtakanna lagðir fram til samþykktar.
 4. Inntaka nýrra félaga.
 5. Lagabreytingar
 6. Kosningar skv. 7. og 8. grein laga samtakanna.
 7. Önnur mál.

Fundinum skal stjórnað eftir almennum fundarsköpum. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála.

 1. gr

Stjórn Samfés skal kosin á aðalfundi. Kjósa skal:

 1. Formann
 2. Gjaldkera
 3. 3 meðstjórnendur. Hlutverk þeirra eru varaformaður, ritari og meðstjórnandi. d. 1.-3. Varamaður
 4. 2 skoðunarmenn reikninga samtakanna
 5. 1 skoðunarmann reikninga til vara

Kjörgengir til stjórnar Samfés eru þeir aðilar sem hafa seturétt á aðalfundi skv. 4. grein laga samtakanna.

Stjórnarmaður má lengst sitja í fimm ár samfellt. Honum er þá heimilt að bjóða sig fram til varastjórnar. Öðlast hann að nýju rétt til framboðs í aðalstjórn eftir eitt ár í varastjórn eða utan stjórnar. Ef sitjandi stjórnarmaður er kosinn formaður er heimilt að framlengjastjórnarsetu hans úr fimm í sjö ár.

Hverjum aðila að samtökunum er aðeins heimilt að eiga einn fulltrúa í aðalstjórn eða einn fulltrúa í varastjórn. Meðstjórnendur eru kosnir til tveggja ára og fylgja kjörtímabili formanns.

Formaður og gjaldkeri eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið tvö kjörtímabil. Kjörtímabil formanns og gjaldkera skulu skarast. Sé kosið um formann og gjaldkera á sama tíma, skal kjósa til eins árs í það embætti er við á að hverju sinni.

Stjórnin framkvæmir stefnu samtakanna, stýrir málefnum þeirra á milli aðalfunda og gætir hagsmuna samtakanna í hvívetna. Stjórn hefur heimild til að ráða framkvæmdastjóra samtakanna. Hann framkvæmir ákvarðanir stjórnar og stýrir skrifstofuhaldi samtakanna.

Stjórn Samfés skal funda að minnsta kosti átta sinnum á ári.

 1. gr

Ungmennaráð Samfés skal kosið á landsmóti. Kjósa skal tvo fulltrúa úr níu kjördæmum, 18 fulltrúa til tveggja ára og 9 fulltrúa til eins árs þannig að fulltrúar Ungmennaráðs Samfés séu 27. Kjörgengir til ungmennaráðs Samfés eru fulltrúar aðildarfélaga á aldrinum 13-16 ára, hafi þau greitt árgjald og séu skuldlaus við samtökin á síðasta reikningsári. Fulltrúar hvers aðildarfélags hafa saman eitt atkvæði er til atkvæðagreiðslu kemur og geta ekki kosið í umboði annars aðildarfélags.

Hverjum aðila að samtökunum er aðeins heimilt að bjóða fram einn fulltrúa í ungmennaráð ár hvert.

Fulltrúaráð Samfés+ er opið ráð og er öllum á aldrinum 16-25 ára heimilt að taka þátt í starfsemi ráðsins

Hlutverk Ungmennaráðs Samfés og fulltrúaráðs Samfés+ er m.a. að vera stjórn Samfés til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Ungmennaráð og fulltrúaráð Samfés + tilnefna hvor 1 fulltrúa á hvern stjórnarfund með málfrelsi, tillögu- og atkvæðisrétt.

Ungmennaráð Samfés og fulltrúaráð Samfés+ skulu funda að minnsta kosti 8 sinnum á ári.

 1. gr

Stjórn Samfés skipar tengla í erlend samskipti, einn aðalmann og einn til vara. Tenglar ásamt framkvæmdastjóra Samfés, sinna samskiptum við hver þau erlendu samtök sem Samfés er aðili að skv. 10. grein þessara laga. Tenglar og varamenn skulu fylgja kjörtímabili þeirra félaga sem Samfés er aðili að. Gjaldgengir sem tenglar eru meðstjórnendur, starfsfólk samtakanna og/eða aðrir sem stjórn telur hæfasta í þau verkefni sem liggja fyrir.

 1. gr

Samtökin eiga aðild að alþjóðlegum samtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa í Evrópu.

 1. gr

Stjórn skal taka saman ársskýrslu um starfsemi og verkefni samtakanna fyrir aðalfund og skal hún liggja frammi fyrir aðildarfélaga. Nefndir og starfshópar sem unnið hafa beint með eða fyrir samtökin skulu skila skýrslu/greinargerð um viðkomandi starfsemi eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund. Fundargerð aðalfundar skal send út til meðlima ekki síðar en mánuði eftir aðalfund.

 1. gr

Aðildarfélögum er heimilt að stofna landshlutafélag. Aðildarfélögum er raðað í landshluta eftir því hvar þau eru staðsett. Landshlutafélög skulu stuðla að samskiptum og samvinnu milli félagsmiðstöðva og ungmennahúsa í landshlutanum og hafa með sér samstarf um fræðslu, verkefni og viðburði fyrir starfsfólk og unglinga.

Landshlutafélög setja sér sjálf reglur um stjórnskipulag að því tilskyldu að þær stríði ekki gegn lögum og samþykktum Samfés. Skrifstofa Samfés er landshlutafélögum til aðstoðar við verkefni sín og skal landshlutafélag senda skrifstofu Samfés fundargerðir sínar til varðveislu.

 1. gr

Félagsslit skulu rædd á aðalfundi eða aukaaðalfundi og þarf atkvæði ⅔ aðildarfélaga til að samþykkja félagsslit.

Við félagsslit skulu eignir samtakanna flytjast með félaginu ef um sameiningu við annað félag er að ræða, annars til velferðarmála sem stjórnin leggur til og aðalfundur samþykkir.

Lögum þessum var seinast breytt á á aðalfundi Samfés sem fór á Egilsstöðum 28. Apríl  2023