Rafíþróttir

}

10.11.2020

Rafíþróttir

Í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum um allt land fer fram faglegt rafíþróttastarf þar sem unnið er með breiðan hóp ungs fólks. Mikilvægt er að ná til ungs fólks, auka félagsfærni, draga úr félagslegri einangrun, virkja þau í daglegu starfi og í rafíþrótta klúbbum þar sem lögð er áhersla á faglega nálgun og heilbrigða spilahætti. Til þess að ná árangri þarf, eins og í öðrum íþróttum, að æfa sig reglulega, vinna saman, fara að leikáætlun, borða hollan mat, fá nægan svefn og vera í góðu formi.

 

Rafíþróttamót Samfés og Elko sem er unnið í samstarfi með Félkó er haldið árlega í íþróttahúsinu Digranesi. Þessi rafíþrótta viðburður er fyrir ungt fólk á aldrinum 13-25 ára. Markmið viðburðarins er m.a. að ná til ungs fólks, draga úr félagslegri einangrun og stuðla að jákvæðri þróun í rafíþróttum. Þátttakendur geta tekið þátt í og spilað CS:OG, R6S, Fortnite, LoL og FIFA.

 

Útbúnaðarlisti;

PC tölva eða console (PS4, PS5 eða Xbox ) með Ethernet tengi, mús, músamottu og lyklaborð. Skjár (max 32“), 1-2 fjöltengi og heyrnatól. Muna að merkja allt sem komið er með.Það er leyfilegt að koma með eigin stól og gott er að koma með hollt nesti.

———————

 

Einnig hefur Samfés haldið samnorrænt rafíþróttamót í samstarfi við Ungdomsringen í Danmörku og Ungdom og fritid Noregi.

Norrænt rafíþróttamót

Samfés og Ungdomsringen í Danmörku standa að norræna rafíþróttamótinu „Nordic Esport United“ þar sem norræn ungmenni á aldrinum 13-25 ára eru sameinuð á stafrænum leikvelli. Skráning fer fram í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum á Íslandi og hjá aðildarfélögum.Norrnt rafrttamt 2020

Norðurlandamótið er haldið að frumkvæði ungs fólks sem eru þátttakendur í samnorrænu samstarfsverkefni allra Norðurlandanna í verkefninu Menntun fyrir alla, þar sem áhersla er m.a. lögð á samtal ungs fólks um heimsmarkmið 4.7.

Markmið mótsins er að tengja og sameina ungmenni á norðurlöndunum, virkja þau og gefa þeim tækifæri á því að kynnast og taka þátt í þessum stafræna viðburði sem hægt er að halda án takmarkana á tímum COVID-19 og samkomubanns. Á mótinu er keppt í Fortnite (einstaklings og tveggja manna) og CS:GO (5 gegn 5 og 2 gegn 2) Þátttaka á viðburðinum var ókeypis og glæsilegir vinningar í boði.
Samstarfsaðilar mótsins ætla að sækjum og standa að árlegum ungmennaskiptum í gegnum Erasmus+ sem veitir ungu fólki tækifæri að hitta jafnaldra frá öðrum Evrópulöndum, miðla reynslu  og koma til baka enn sterkari einstaklingar.

 

 

 

Sigurvegarar CS GO 2019

Sigurvegarar Fortnite 2019