Landsmót Samfés

}

24.2.2023

Landsmót Samfés

Landsmót Samfés sem haldið er að hausti ár hvert var haldið í fyrsta sinn á Blönduósi 1990 þar sem 25 aðildarfélagar Samfés komu saman. Unglingarnir, allir í 8. bekk, ræddu um málefni ungs fólks og starfsmenn ræddu samstarf félagsmiðstöðva.

Dagskrá Landsmóts Samfés er þríþætt. Unnið er í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best.

Lýðræðisleg vinnubrögð allsráðandi á Landsmóti Samfés en lokadagur mótsins er helgaður Landsþingi ungs fólks. Það er Ungmennaráð Samfés sem hefur veg og vanda að því að skipuleggja þennan viðburð. Á Landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hin ýmsu málefni þeim hugleikinn. Í kjölfar Landsþings tekur Ungmennaráð saman niðurstöður og sendir ályktanir á ráðuneyti, sveitarstjórnir, fjölmiðla og aðildarfélaga Samfés.

Á Landsmóti fer einnig fram lýðræðsileg kosning í Ungmennaráð Samfés. Alls er kosið í 9 kjördæmum þar sem tveir fulltrúar eru kosnir úr níu kjördæmum, 18 fulltrúa til tveggja ára og 9 fulltrúa til eins árs þannig að fulltrúar Ungmennaráðs Samfés séu 27. Kjörgengir til ungmennaráðs Samfés eru fulltrúar aðildarfélaga á aldrinum 13-16 ára.