Landsþing ungs fólks

}

13.10.2020

Landsþing ungs fólks

Landsþing ungs fólks er haldið í kjölfar Landsmóts Samfés þar sem árlega koma saman yfir 400 unglingar alls staðar að af landinu. Lýðræðisleg vinnubrögð og valdefling er allsráðandi á Landsmóti Samfés en lokadagur mótsins er helgaður Landsþingi ungs fólks. Á Landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hin ýmsu málefni þeim hugleikinn. Málefnin sem eru tekin fyrir á Landsþingi eru ákveðin og undirbúin af Ungmennaráði Samfés. Dæmi um málefni sem hafa verið tekin fyrir eru andleg heilsa unglinga, áfengis- og vímuefnaneysla, kynlíf og kynheilbrigði, fjármál og skattar, mannréttindi, samskipti á netinu, vinnumarkaðurinn, samgöngur, aukin þátttaka unglinga af erlendum uppruna, jafnrétti, menntun án hindrana og starfsemi Samfés. Í kjölfarið á Landsþinginu tekur Ungmennaráð saman niðurstöður og sendir ályktanir á ráðuneyti , sveitarstjórnir, fjölmiðla og aðildarfélaga Samfés.

Tímamót í sögu Samfés urðu þegar að Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti Norrænt ungmennaþing í Mosfellsbæ árið 2019. Metþátttaka var það ár en þá komu saman um 450 ungmenni á aldrinum 14 – 23 ára, frá félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum víðsvegar af landinu, ásamt fulltrúum ungs fólks frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum.