Norræni ungmenna mánuðurinn

}

10.1.2024

Norræni ungmenna mánuðurinn / Nordic Youth Month

Samfés, í samvinnu við Nordisk Ministerråd og Nordisk Råd, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur með stolti lokið viðburðaríkum nóvember mánuði tileinkað börnum og ungmenni. Þessi viðburður var hluti af Íslands formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og fór samfés með verkefnastjórn.

Fyrir viðburðinn var hannaður sérstakur rafrænn samráðs- og samtalsvettvang fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13-25 ára frá öllum Norðurlöndunum. Þar fengu þau tækifæri til að taka þátt í fyrirlestrum, vinnustofum og ýmiskonar afþreyingu, allt í tengslum við málefni sem snerta þau beint.

Hápunkturinn var norrænn leiðtogafundur ungs fólks sem fram fór í Hörpu í lok mánaðarins. Á þessum fundi voru niðurstöður og áherslur frá rafræna vettvangnum ræddar og kynntar fyrir ráðherrum og ráðamönnum Norðurlandanna. Þar fékk ungt fólk tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á mótun framtíðar sinnar og samfélagsins.

Við erum þakklát fyrir þátttökuna og áhrifin sem þessi viðburður hefur haft. Hlökkum til að halda áfram þessari mikilvægu samvinnu og styðja við ungt fólk í Norðurlöndunum!

 

Hægt er að lesa nánar um viðburðinn hér