Ráðstefna í svíþjóð – Nordic Youth Perspective on Mental well being

}

20.12.2024

Vettvangsferð Samfés til Svíþjóðar – NYP ráðstefnan

Í október fóru Jóna gjaldkeri Samfés og Sonja verkefnastjóri Samfés í vettvangsferð til Svíþjóðar þar sem þær sóttu ráðstefnuna Nordic Youth Perspective on Mental Wellbeing (NYP). Viðburðurinn er haldinn af sænsku æskulýðsstofnuninni MUCF og er mikilvægur vettvangur fyrir samtal og samstarf um andlega vellíðan ungmenna á Norðurlöndum.

Samfés tók virkan þátt í undirbúningi fyrir ráðstefnuna og sá um vinnustofu í samstarfi við Mennta- og barnamálaráðuneytið í aðdraganda hennar. Vinnustofan var hluti af mikilvægu ferli þar sem unnið var að því að skapa rými fyrir samtal og miðlun hugmynda um áskoranir og lausnir tengdar andlegri heilsu ungmenna.

 

Á ráðstefnunni sjálfri komu saman um 70 fulltrúar frá Norðurlöndum til að deila reynslu og þekkingu. Með þátttöku sinni lagði Samfés sitt af mörkum í þessu mikilvæga samtali og miðlaði reynslu af því frístundastarfi sem unnið er á Íslandi. Þá var einnig lögð áhersla á að læra af öðrum og efla norrænt samstarf í þágu ungmenna.

Hægt er að lesa nánar um ráðstefnuna hér.

Hér er líka hægt að lesa niðurstöður ráðstefnunar