Danskeppni Samfés 2025
Danskeppni Samfés 2025
Danskeppni Samfés 2025 🏆💃
Félagsmiðstöðvarnar Hólmasel, Garðalundur, Arnardalur og Urri fóru með sigur af hólmi í Danskeppni Samfés í ár en keppt var í einstaklings- og hópakeppni fyrir tvo aldurshópa: 10 – 12 ára og 13 ára +. Þátttakendur frá félagsmiðstöðvum víðs vegar af landinu mættu í Garðaskóla á föstudaginn síðasta til að taka þátt í keppninni
Alls tóku þátt yfir 30 hópar og einstaklingar í keppninni frá yfir 20 félagsmiðstöðvum. Keppnin, sem hefur lengi verið einn af hápunktum viðburða Samfés fyrir þennan aldurshóp, vakti mikla athygli fyrir fjölbreytta dansstíla.
Mikil stemning ríkti á viðburðinum og greinilegt var að þátttakendur höfðu lagt mikla vinnu í atriðin sín. Keppnin er einstakur vettvangur fyrir unga dansara til að þróa hæfileika sína, byggja upp sjálfstraust og kynnast jafningjum með sömu áhugamál.
Augljóst er að dansmenning meðal ungmenna er í miklum blóma og framtíðin er björt fyrir ungt og skapandi listafólk.
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur! 🏅👏
Sigurvegarar danskeppninnar 2025 🏆🥇
Keppnin var skipt í aldurshópa og keppt var bæði í hóp- og einstaklingskeppni. Hér eru sigurvegararnir í ár:
🔹 10-12 ára hópakeppni:
🏅 Martröð – Hólmasel
(Saga Jörundsóttir, Karítas Hanna, Andrea Ylfa Gunnarsdóttir, Anna Marín Björnsdóttir, Una Rakel Davíðsdóttir)
🥈 Candy Girls – Elítan
(Íris Hekla Einarsdóttir, Fanney Mjöll Kristjánsdóttir, Sóley Geirsdóttir, Ingibjörg Eva Hermannsdóttir, Harpa Lind Kristjánsdóttir, Andrea Lind Kristjánsdóttir)
🥉 Control – Laugó
(Lillý Guðrún Breiðfjörð og Rúna Davíðsdóttir)
🔹 10-12 ára einstaklingskeppni:
🏅 Ásdís Emma Egilsdóttir – Garðalundur/Hofsstaðaskóli
🥈 Katla Margrét Ægisdóttir – Aldan
🔹 13+ hópakeppni:
🏅 Groovy Gyals – Arnardalur
(Tinna Björg Jónsdóttir, Ísabel Bergljót Gísladóttir, Monika Margrét Katrínardóttir, Ariana Selma Hannesdóttir, Ynja Arnarsdóttir, Hólmfríður Katrín Pétursdóttir, Katla Róbertsdóttir)
🥈 Kóp-gyals – Zelsíus
(Alexandra Edda Kristjánsdóttir, Jenný Arna Guðjónsdóttir)
🥉 Silent – Fjörheimar
(Emelía Bjarnveig Skúladóttir, Natalía Mist Pétursdóttir, Birta Rós Árnadóttir, Emilía Hrönn Björnsdóttir)
🔹 13+ einstaklingskeppni:
🏅 Alexandra Vilborg Thompson – Urri
🥈 Halldóra Ósk Arnarsdóttir – Félagsmiðstöðin Bólið
🥉 Kornelia Kurasz – Ekkó
🎉 Takk fyrir frábæran viðburð og innilega til hamingju með árangurinn! 💃✨