Dagskrá starfsdaganna var fjölbreytt og skemmtileg. Meðal fyrirlestra var fræðsla frá Viku6, kynning frá Barnahúsi, fyrirlestur um hinsegin málefni með áherslu á stuðning og sýnileika, erindi um gengjamenningu í umsjón Margrétar afbrotafræðings, auk fyrirlestrar Sveins Waage „Húmor virkar“.
Þátttakendur fengu jafnframt tækifæri til að dýpka þekkingu sína í fjölmörgum málstofum sem fjölluðu m.a. um viku6, Erasmus-tækifæri, sjálfboðaliðastarf í Árborg, gæðaviðmið í starfinu og vettvangsstarf og áhættuhegðun í umsjá Flotans.
Á starfsdögunum fóru einnig fram örkynningar, meðal annars frá FFF – félagi fagfólks í frítímaþjónustu, um nýtt verkefni sem ber heitið Samskiptasáttmáli á vegum Ungmennaráðs Samfés, sem og kynningar á Erasmus-ferðum Samfés.
Starfsdagar Samfés 2025 eru mikilvæg áminning um þann kraft sem býr í fagfólki á vettvangi frístundastarfs.
Samfés vill þakka öllum sem lögðu hönd á plóg, fyrirlesurum, málstofustjórnendum og þátttakendum, fyrir að gera starfsdagana að öflugum og frábærum viðburði.
Samfés vill jafnframt þakka barna- og menntamálaráðuneytinu fyrir komuna og Guðmundi Inga Kristinssyni, sérstaklega fyrir að setja Starfsdagana og þannig styðja við faglegt starf með börnum og ungmennum um allt land.
Sjáumst að ári liðnu!