Aðalfundur Samfés fór fram með rafrænum hætti miðvikudaginn 12. maí síðastliðinn.
Kosið var um gjaldkera og var Jóna Rán Pétursdóttir endurkjörinn. Áfram sitja þær Dúna Baldursdóttir formaður, Áslaug Einarsdóttir varaformaður og Laufey Sif Ingólfsdóttir sem meðstjórnandi.
Kosið var um eitt sæti meðstjórnanda og var það Guðrún Helgadóttir sem var kosinn inn. Varamenn eru þær Tinna Heimisdóttir sem kemur ný inn og þær Maríanna Wathne Kristjánsdóttir og Guðbjörg Halldórsdóttir fengu endurkjör. Erlendir tengiliðir eru þau Linda Björk Pálsdóttir og Kári Sigurðsson kemur inn sem varamaður. Skoðunarmenn reikninga eru þau Dagný Björg Gunnarsdóttir og Þorvaldur Guðjónsson kemur inn sem varamaður.
Teknir voru inn fjórir nýjir aðildarfélagar félagsmiðstöðin Skjálfandi, Núll prósent, Kletturinn frístundaklúbbur og Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Á fundinum voru veitt Hvatningarverðlaun Samfés.
Mikill fjöldi frábærra verkefna af vettvangi voru tilnefnd og þau verkefni sem fengu verðlaun eru:
Ungmennahúsið Hamarinn, Liggur þér eitthvað á hjarta
Hinsegin vika Tjarnarinnar
Sérstuðningur í félagsmiðstöðinni Zelsíuz
Orkudrykkjafræðsla Fjörheima
Líkamsvirðing á Akureyri
Félagsmiðstöðvastarf án aðgreiningar, forstöðumenn félagsmiðstöðva í Breiðholti
Andri Ómarsson varfundarstjóri og þökkum við honum fyrir.