Við auglýsum eftir verkefnastjóra.

}

9.1.2019

Verkefnastjóri Samfés

Laus er til umsóknar 60% staða verkefnastjóra Samfés. Við leitum að verkefnastjóra sem hefur reynslu, metnað og áhuga á því að taka að taka að sér spennandi verkefni í ört vaxandi starfi samtakanna.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með verkefnum sem tengjast viðburðum Samfés
  • Skipulagning og framkvæmd viðburða
  • Styrkumsóknir og fjáröflun
  • Önnur tilfallandi skrifstofustörf

Hæfniskröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking í verkefna- og viðburðarstjórnun
  • Frumkvæði, samskiptafærni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af styrkumsóknum er kostur

Um er að ræða 60% starfshlutfall og er vinnutími eftir samkomulagi en gera má ráð fyrir kvöld- og helgarvinnu tengda viðburðum Samfés. Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri með hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri, samfes@samfes.is eða í 897-5254.

Áhugasamir eru beðnir að senda umsókn og ferilskrá ásamt kynningarbréfi á netfangið samfes@samfes.is

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar, 2019.