Svava Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdarstjóri Samfés
Nýr framkvæmdarstjóri Samfés
Nýlega hafa orðið breytingar á starfsmannahaldi hjá Samfés.
Friðmey Jónsdóttir hefur látið af störfum og hafið nýtt starf sem sérfræðingur hjá Rannís. Við þökkum Friðmey fyrir hennar mikilvæga framlag og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.
Victor Berg hefur sagt upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Samfés og tekið við nýju starfi í ráðuneytinu. Við færum Victor innilegar þakkir fyrir hans framúrskarandi störf í þágu samtakanna og óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi.
Svava Gunnarsdóttir hefur verið fast ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Samfés og tekur við keflinu með fullum krafti. Við bjóðum Svövu hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til áframhaldandi farsæls samstarfs.
Jafnframt hefur Sonju Nikulásdóttur verið boðið fasta ráðningu sem verkefnastjóri Samfés og hefur hún samþykkt það. Við óskum Sonju til hamingju og hlökkum til að sjá framlag hennar til starfseminnar í þessu hlutverki.