Rímnaflæði 2024 – Fagnar 25 ára afmæli!

}

3.12.2024

Hinsegin Landsmót Samfés 2024

Jónas Björn Sævarsson (Jonni) sigraði Rímnaflæði 2024

Rímnaflæði 2024 var söguleg keppni í fleiri en einum skilningi. Í ár fagnaði þessi einstaki viðburður 25 ára afmæli sínu með stórglæsilegri hátíð í Fellahelli í Fellaskóla. Ungmenni frá félagsmiðstöðvum víðs vegar af landinu komu saman til að heilla áhorfendur með frumsömdum textum og geggjuðum flutningi.

Alls voru 10 atriði sem tóku þátt.

Sigurvegarinn í ár var Jónas Björn Sævarsson, betur þekktur sem Jonni, frá félagsmiðstöðinni Bústöðum. Jonni hlaut fyrsta sætið með lagið sitt „Frá mér“, en annað sætið hrepptu þeir Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með lagið „Lagið heitir bara þetta“. Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli tók svo þriðja sætið með lagið „ÁTTIRNAR FJÓRAR“.

Gaman er að segja frá því en í fyrsta skipti steig keppandi annara kynslóða rímnaflæðis rappara á svið. Andrea, sem hlaut þriðja sætið, er dóttir fyrrverandi keppanda frá árinu 2004. Pabbi hennar tók þátt fyrir 20 árum og hefur greinilega miðlað ástríðu sinni fyrir rappinu til næstu kynslóðar. Þetta undirstrikar hvernig Rímnaflæði hefur verið vettvangur sem tengir saman kynslóðir í íslenskri tónlistarmenningu.

Stórbrotin dagskrá

Viðburðurinn var stýrt af Röggu Hólm, sem hélt uppi stemningu. Í dómarahlé kom fram Dansskóli Brynju Péturs. leynigestur kvöldins var Daniil, sem setti punktinn yfir i-ið á kvöldinu með kraftmikilli sviðsframkomu.

Dómnefndina skipuðu þau Cell7, Gnusi og Árni Matthíasson, sem áttu ekki auðvelt verk fyrir höndum við að velja sigurvegara úr hópi einstaklega hæfileikaríkra keppenda. Í upphafi kvöldsins sáu plötusnúðarnir DJ Fingaprint og DJ Nino um að hita upp salinn, á meðan listamaðurinn Floki skapaði lifandi grafflistaverk sem hluti af dagskránni.

Rímnaflæði hefur frá upphafi verið mikilvægur hluti af íslenskri ungmennamenningu og skapað vettvang þar sem ungt fólk fær að þróa hæfileika sína í öruggu og jákvæðu umhverfi. 

Við þökkum Miðbergi fyrir frábæran viðburð og sjáumst á næsta ári!