Samfés-Con 2025

}

20.2.2025

Samfés-con 2025

Föstudaginn 10. janúar 2025 fór árlegi Samfés-Con viðburðurinn fram í Kvíslarskóla, Mosfellsbæ. Þar komu saman hátt í 350 starfsmenn félagsmiðstöðva og ungmennahúsa alls staðar að af landinu til að sækja sér fræðslu, deila hugmyndum og tengjast öðrum í faginu. Þetta var stærsta Samfés-Con hingað til og sýndi skýrt hversu mikilvægur þessi vettvangur er fyrir starfsfólk sem vinnur með ungu fólki.

Fjölbreytt dagskrá og gagnlegar umræður

Dagskráin var fjölbreytt og sniðin að þörfum starfsfólks. Þátttakendur fengu tækifæri til að taka þátt í umræðuhópum þar sem rætt var um allt frá dagskrágerð og sértæku hópastarfi yfir í fræðslu og framtíðarsýn. Fyrirlesarar á vegum Stígamóta, Rannís, Lögreglunni og fl. veltu fyrir sér hvað mætti bæta og þróa innan vettvangsins og sköpuðust gagnlegar umræður sem munu án efa nýtast áfram í starfi.

Auk þess voru fjölbreyttar smiðjur þar sem þátttakendur gátu kynnt sér nýjar aðferðir í starfi með ungu fólki. Þar má nefna Bob Ross málingarsmiðju, FjölmenningarEldhús, AI D&D, bolasmiðju og ýmis sértæk hópastörf. Þessar vinnustofur buðu upp á hagnýta nálgun og gáfu þátttakendum verkfæri sem þeir geta nýtt í sínu daglega starfi.

Nýjungar og vörukynningar

Einn af lykilþáttum Samfés-Con er að kynna nýjustu lausnir og tæki sem geta auðveldað og eflt starf með ungu fólki. Á svæðinu voru nokkrir aðilar sem kynntu vörur sínar og gáfu þátttakendum tækifæri til að prófa nýjungar sem gætu nýst í þeirra starfi. Meðal þess sem kynnt var:

🖥 Tækjabúnaður og nýjustu tæknilausnir fyrir félagsmiðstöðvar.
🎮 Afþreying og spil sem hægt er að nýta í starfi með ungmennum.
🎨 Skapandi lausnir og fl. sem gera ungu fólki kleift að tjá sig á fjölbreyttan hátt.

Samfés-Con hefur sannað sig sem ómissandi viðburður fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúsa þar sem fagfólk kemur saman til að efla sig í starfi og styrkja tengsl innan vettvangsins.

Við þökkum öllum sem tóku þátt og lögðu sitt af mörkum til að gera Samfés-Con 2025 að þessum einstaka viðburði þá sérstaklega starfsfólki Bólsins. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur að ári!