Samfés-mótið

}

30.4.2024

Samfés-mótið 2024

Samfés mótið í borðtennis og pílu fór fram föstudaginn 12.apríl síðastliðinn í kjallara TBR hússins. Mótið var styrkt af Ping Pong.is og gáfu þeir verðlaun ásamt Kubbabúðinni, 1912, Nexus og Minigarðinum.
Alls voru tæplega þrjátíu keppendur skráðir í mótið og fór það vel fram. Mikil spenna var í lokaúrslitunum í bæði borðtennis og pílu en að lokum vann Jakob Már Kjartansson frá félagsmiðstöðinni Dimmu í Pílu og Brynjar Pederson vann í Borðtennis. Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt og félagsmiðstöðvunum sem sendu starfsfólk á staðinn. Við viljum þakka Borðtennisdeild Víkings fyrir að taka vel á móti okkur í þeirra húsnæði.

Úrslit voru eftirfarandi

Píla:

1. Sæti – Jakob Már Kjartansson – Félagsmiðstöðin Dimma
2. Sæti – Burkni – Félagsmiðstöðin 105
3. Sæti – Haraldur Marinó Kjartansson – Félagsmiðstöðin Aldan

 

Borðtennis:
1. Sæti – Brynjar Pederson – Félagsmiðstöðin ? (labbaði inn án skráningu)
2. Sæti – Dagur Geir Gíslason – Félagsmiðstöðin Dimma
3. Sæti – Oliver Daði Rúnarsson – Félagsmiðstöðin Dimma