STÍLL 2024: Steam Punk
Í íþróttahúsinu Digranes í Kópavogi var Stíll 2024 haldin. STÍLL – Hönnunarkeppni unga fólksins, hefur enn á ný skapað svið fyrir unga hönnuði á Íslandi. Um síðustu helgi var það Steam Punk sem stóð í forgrunni þessa árlega viðburðar, þar sem hver hönnun, hver hárgreiðsla, og hver förðun tók áhorfendur með sér í ævintýraheim þar sem fortíð mætir framtíð í skapandi samruna.
Félagsmiðstöðin Skarðið (hópur A), þar sem Aníta Guðrún, Þórdís Sif, Kolbrún Karó og Nicol Jóna stigu á sviðið með einstakri sköpun sem hreyfði við öllum viðstöddum.
Með yfir 80 unglingum saman komnum í 31 hópum, var hver hópur sönnun þess að sköpunarkraftur ungs fólks er takmarkalaus. Ungmennaráð Samfés valdi þemað Steam Punk, sem reyndist vera fullkomin vettvangur fyrir þátttakendur til að sýna fram á færni sína í hönnun, hárgreiðslu, förðun og gerð hönnunarmöppu.
Stíll er vettvangur sem veitir ungu fólki tækifæri til að þróa og efla sköpunar- og hönnunarhæfileika sína. Það gefur þeim líka kost á að hitta jafnaldra og deila afrakstri margra mánaða undirbúningsvinnu.
STÍLL 2024 – Úrslit:
- 🏆 1. sæti: Skarðið A: Aníta Guðrún, Þórdís Sif, Kolbrún Karó og Nicol Jóna.
- 🥈 2. sæti: Fjörgyn: Sigrún Eva, Helena Lind og Telma Guðrún.
- 🥉 3. sæti: Félagsmiðstöðin 105: Lúkas Logi, Áslaug Svava, Magnús Sigurður og Þórhildur.
Sérstök viðurkenning fór til:
- Besta hárið: Félagsmiðstöðin Hraunið: Karen Tan, Sóley Katrín, Hrafnhildur Björk, Ólafía Þóra og Emilía Guðlaug.
- Besta förðunin: Garðalundur B: Andrea Ýr, Áróra K og Ester Sól.
- Besta hönnunarmappan: Dimmuborgir: Íris Ósk, Helena Rós og Alexandra Kolka.
STÍLL er dæmi um hvernig list og sköpun getur sameinað, lifað og þróast. Við hlökkum til að sjá hverja nýja hönnun, hverja nýja hugmynd og hvern nýjan þátttakanda í framtíðinni og viðurkenna hæfileika og skapandi kraft ungs fólks á Íslandi.