Stjórn Samfés skal kosin á aðalfundi.
Formann
Gjaldkera
Fimm meðstjórnendur í aðalstjórn, hlutverk þeirra eru varaformaður, ritari, vararitari og meðstjórnendur úr kjördæmum samtakanna.
Að hámarki skal kjósa 2 fulltrúa úr sama kjördæmi.
Fimm varafulltrúa til eins árs.
Tvo skoðunarmenn reikninga
1 skoðunarmann reikning til vara
Kjörgengir til stjórnar Samfés eru þeir aðilar sem hafa seturétt á aðalfundi skv. 4. grein laga samtakanna hafa náð 18 ára aldri og eru í virku ráðningarsamband við aðildarfélag.
Stjórnarmaður má lengst sitja í fimm ár samfellt. Öðlast hann að nýju rétt til framboðs í aðalstjórn eftir eitt ár utan stjórnar. Ef sitjandi stjórnarmaður er kosinn formaður er heimilt að framlengja stjórnarsetu hans úr fimm í sjö ár.
Hverjum aðila að samtökunum er aðeins heimilt að eiga einn fulltrúa í aðalstjórn eða einn fulltrúa í varastjórn.
Stjórnarmeðlimir eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið tvö kjörtímabil. Sé kosið um formann og gjaldkera á sama tíma, skal kjósa til eins árs í það embætti er við á hverju sinni.
Stjórnin framkvæmir stefnu samtakanna, stýrir málefnum þeirra á milli aðalfunda og gætir hagsmuna samtakanna í hvívetna. Stjórn hefur heimild til að ráða framkvæmdastjóra samtakanna. Hann framkvæmir ákvarðanir stjórnar og stýrir skrifstofuhaldi samtakanna. Stjórn Samfés skal funda amk 8 sinnum á ári.
STJÓRN 2024 – 2025
Árni Pálsson
Varaformaður
Jóna Rán Pétursdóttir
Gjaldkeri
A. Gauti Jónsson
Ritari
Elín Lára Baldursdóttir
Meðstjórnandi
Sigmar Ingi Sigurgeirsson
Meðstjórnandi
Linda Pálsdóttir
Meðstjórnandi
Áslaug Ýr Þórsdóttir
Meðstjórnandi
Steinunn Alda Gunnarsdóttir
1 varamaður
Halldóra Unnarsdóttir
2 varamaður